Hvað er planið Guðmundur? Askur Hrafn Hannesson, Aníta Sóley Scheving og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 11:00 Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar