Er þér boðið í partý? Rannveig Tenchi Ernudóttir skrifar 12. ágúst 2023 17:31 Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Rannveig Ernudóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun