Hinseginvænt samfélag og lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa 11. ágúst 2023 17:31 Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun