Orkuvinnsla og samfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 10:01 Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun