Erfitt að kyngja en … Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 16:01 Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta.
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar