Góða skemmtun um verslunarmannahelgina Jón Svanberg Hjartarson skrifar 4. ágúst 2023 14:12 Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Jafnframt viljum við hvetja viðburðahaldara til að tryggja að allar þær samkomur sem haldnar verða verði góð skemmtun með öryggi gesta í forgangi. Þar á ofbeldi ekki heima. Á árum áður þótti kannski ekki tiltökumál að slagsmál fylgdu því að fara á ball eða tónleika, líkt og við töldum okkur jafnvel trú um að ofbeldi innan fjölskyldu væri einkamál viðkomandi og lokuðum alltof oft augunum fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Við eigum að vita betur í dag. Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, lögreglunnar og dómsmálaráðuneytis sem hvetur til árvekni og öryggis þegar við komum saman í sumar. Jafnframt er minnt á að Neyðarlínan gerir engan greinarmun á því hver hringir í 112 eða í hvaða aðstæðum – það sem skiptir máli er að þú hringir í 112 ef þú þarft á neyðaraðstoð að halda. Á vef okkar 112.is má einnig finna aðgengilega fræðslu gegn ofbeldi og hina margvíslegu hjálp sem er til staðar fyrir þolendur ofbeldis. Þar má finna fræðslu um allar birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði, svo að við hvetjum alla til að nýta sér þessa fræðslu – bæði fyrir sig og sína. Það er mikilvægt að hafa í huga að vera vakandi fyrir umhverfi okkar, sérstaklega úti á lífinu. Ef þú sérð manneskju skapa óþægilegar aðstæður og virða ekki mörk þeirra sem eru í kringum hana, skaltu ekki hika við að spyrja, „er allt í góðu?“ Ef þú færð neikvætt eða ekkert svar við spurningu þinni, þá er mikilvægt að þú stígir inn með því að leita til þeirra sem aðstoð geta veitt, t.d. gæsluliða, barþjóns eða dyravarðar, vina, leigubílstjóra eða vagnstjóra strætisvagna, eða - að hringja í 112. Ofbeldi er samfélagslegt mein og með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan 112 hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver sýnir óþægilega eða ógnvænlega hegðun. Þannig getum við öll stuðlað að góðri skemmtun án hvers konar ofbeldis eða áreitni. Komum heil heim. Höfundur er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Jafnframt viljum við hvetja viðburðahaldara til að tryggja að allar þær samkomur sem haldnar verða verði góð skemmtun með öryggi gesta í forgangi. Þar á ofbeldi ekki heima. Á árum áður þótti kannski ekki tiltökumál að slagsmál fylgdu því að fara á ball eða tónleika, líkt og við töldum okkur jafnvel trú um að ofbeldi innan fjölskyldu væri einkamál viðkomandi og lokuðum alltof oft augunum fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Við eigum að vita betur í dag. Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, lögreglunnar og dómsmálaráðuneytis sem hvetur til árvekni og öryggis þegar við komum saman í sumar. Jafnframt er minnt á að Neyðarlínan gerir engan greinarmun á því hver hringir í 112 eða í hvaða aðstæðum – það sem skiptir máli er að þú hringir í 112 ef þú þarft á neyðaraðstoð að halda. Á vef okkar 112.is má einnig finna aðgengilega fræðslu gegn ofbeldi og hina margvíslegu hjálp sem er til staðar fyrir þolendur ofbeldis. Þar má finna fræðslu um allar birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði, svo að við hvetjum alla til að nýta sér þessa fræðslu – bæði fyrir sig og sína. Það er mikilvægt að hafa í huga að vera vakandi fyrir umhverfi okkar, sérstaklega úti á lífinu. Ef þú sérð manneskju skapa óþægilegar aðstæður og virða ekki mörk þeirra sem eru í kringum hana, skaltu ekki hika við að spyrja, „er allt í góðu?“ Ef þú færð neikvætt eða ekkert svar við spurningu þinni, þá er mikilvægt að þú stígir inn með því að leita til þeirra sem aðstoð geta veitt, t.d. gæsluliða, barþjóns eða dyravarðar, vina, leigubílstjóra eða vagnstjóra strætisvagna, eða - að hringja í 112. Ofbeldi er samfélagslegt mein og með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan 112 hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver sýnir óþægilega eða ógnvænlega hegðun. Þannig getum við öll stuðlað að góðri skemmtun án hvers konar ofbeldis eða áreitni. Komum heil heim. Höfundur er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar