Sambandsslit stjörnupars skekja tónlistarheiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 15:36 Vafalaust eru margir aðdáendur parsins í sárum í ljósi nýjustu frétta. Getty/Gotham Tónlistarkonan Rosalía og reggaeton-söngvarinn Rauw Alejandro hafa slitið trúlofun sinni og eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Fregnirnar eru áfall fyrir heim latíntónlistar enda eru þau bæði risastjörnur innan hans. Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla. Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira
Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla.
Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira