Sambandsslit stjörnupars skekja tónlistarheiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 15:36 Vafalaust eru margir aðdáendur parsins í sárum í ljósi nýjustu frétta. Getty/Gotham Tónlistarkonan Rosalía og reggaeton-söngvarinn Rauw Alejandro hafa slitið trúlofun sinni og eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Fregnirnar eru áfall fyrir heim latíntónlistar enda eru þau bæði risastjörnur innan hans. Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla. Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Parið sem byrjaði saman í september árið 2021 greindi frá trúlofun sinni í mars síðastliðnum. Miðað við nýjustu fréttir verður þó ekkert af brúðkaupinu. Samkvæmt heimildum slúðurmiðla vestanhafs þá var ákvörðunin tekin í sameiningu og er enn mikil ást á milli þeirra. Slúðrað um kólumbískan hjónadjöful Orðrómur hefur gengið um að ástæðan fyrir sambandsslitunum sé framhjáhald Rauw með kólumbísku fyrirsætunni Valeríu Duque. Rauw hefur neitað því að framhjáhald hafi valdið sambandsslitunum. Hin þrítuga Valeria Duque er frá Medellin í Kólumbíu. Hún er með 1,7 milljón fylgjendur á Instagram.Instagram „Fyrir nokkrum mánuðum slitum við Rosi trúlofun okkar. Það eru þúsund vandamál sem geta valdið sambandsslitum en í okkar tilfelli var það ekki vegna framhjáhalds eða þriðja aðila,“ sagði Rauw í yfirlýsingu um málið. „Vegna virðingarinnar sem ég hef fyrir henni, fjölskyldum okkar og öllu því sem við höfum upplifað, gat ég ekki verið þögull og fylgst með þeim reyna að eyðileggja raunverulegustu ástarsögu sem Guð hefur leyft mér að lifa,“ sagði hann einnig. Rosalía birti einnig tilkynningu vegna sambandsslitanna. „Ég elska, virði og dáist að Rauw mjög mikið. Ef við hunsum fíflalætin, þá vitum við tvö aðeins hvað við höfum upplifað,“ sagði hún á Instagram. Tattúveruðu sig með nöfnum makans Hin þrítuga Rosalía er spænsk söngkona sem hóf feril sinn sem flamenco-söngkona. Hún hefur verið dugleg að tvinna flamenco inn í tilraunakennda popptónlist sína. Rosalía tók ófá Grammy-verðlaunin heim af síðustu Latin Grammy-hátíð.Mynd/Getty Rosalía skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 með plötunni El mal querer. Síðan þá hefur hún verið ein stærsta stjarna latíntónlistar og í fyrra gaf hún út hina gríðarvinsælu Motomami. Rauw Alejandro sem er einnig þrítugur er aftur á móti frá Puerto Rico og hefur verið kallaður „Kóngur nútíma-reggaeton“. Hann hefur verið afkastamikill undanfarin ár, gefið út plötu árlega frá 2020, nú síðast plötuna Playa Saturno sem kom út í ár. Fregnirnar koma nokkuð á óvart. Auk þess að hafa trúlofað sig í mars þá gáfu þau einnig út sameiginlegu þriggja laga smáskífuna RR í sama mánuði. Þá virtist parið ansi ástfangið þegar þau komu saman fyrir augu almennings. Í mars á síðasta ári hafði Rosalía einmitt látið tattúvera RR (sem stendur fyrir Rosalía og Rauw) á fótinn sinn. Mánuði síðar lét Rauw tattúvera nafn Rosalíu á kvið sinn, rétt fyrir ofan nafla.
Tónlist Ástin og lífið Tímamót Spánn Púertó Ríkó Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira