Ómetanlegt handverk kvenna Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 28. júlí 2023 09:30 Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handverk Hús og heimili Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar