Nýtt lyf gegn Alzheimer's sagt marka tímamót Eiður Þór Árnason skrifar 17. júlí 2023 16:48 Nýja lyfið er þróað af bandaríska lyfjafyrirtækinu Lilly & Co. Ap/Darron Cummings Nýtt lyf er sagt marka tímamót í baráttunni gegn Alzheimer's sjúkdómnum eftir að niðurstöður lyfjarannsóknar gáfu til kynna að það hægi á hnignun heilans. Mótefnalyfið donanemab er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer's. Ekki er um lækningu að ræða heldur lyf sem gæti gert sjúkdóminn viðráðanlegri og haldið aftur af honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í rannsóknarniðurstöður sem birtust í fræðiritinu JAMA í dag. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort notkun lyfsins verði leyfð þar í landi. Niðurstöðurnar benda til þess að lyfið hafi hægt á framgangi Alzheimer's sjúkdómsins um þriðjung og þannig gert fólki kleift að ráða betur við daglegar athafnir á borð við eldamennsku og að sinna áhugamálum. Sjúklingar sem fengu lyfið mánaðarlega í æð hrakaði um fjórum til sjö mánuðum hægar en þeir sem fengu lyfleysu. Ekki fyrsta lyfið af þessum toga sem kemur fram á sjónarsviðið Donanemab er þróað af fyrirtækinu Eli Lilly og virkar á svipaðan hátt og lyfið lecanemab. Það síðarnefnda komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar talið var sýnt fram á að það gæti hægt á framþróun sjúkdómsins hjá þeim sem greinast mjög snemma. Rannsóknarniðurstöður fyrir Donanemab eru sagðar lofa góðu en áhætta fylgir þó notkun lyfsins. Aukaverkanir á borð við heilabólgur fundust hjá um þriðjungi þátttakenda í rannsókninni. Í flestum tilfellum virtist þetta ganga til baka án vandkvæða en talið er að tveir, eða jafnvel þrír, einstaklingar hafi látist af völdum hættulegrar bólgu í heila. Leyfisumsókn fyrir annað mótefnalyf gegn Alzheimer's sem ber heitið aducanumab var nýlega hafnað af evrópskum lyfjayfirvöldum vegna efasemda um öryggi þess og skorts á gögnum sem studdu fullyrðingar um jákvæða virkni þess. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Vísindi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Mótefnalyfið donanemab er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer's. Ekki er um lækningu að ræða heldur lyf sem gæti gert sjúkdóminn viðráðanlegri og haldið aftur af honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í rannsóknarniðurstöður sem birtust í fræðiritinu JAMA í dag. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort notkun lyfsins verði leyfð þar í landi. Niðurstöðurnar benda til þess að lyfið hafi hægt á framgangi Alzheimer's sjúkdómsins um þriðjung og þannig gert fólki kleift að ráða betur við daglegar athafnir á borð við eldamennsku og að sinna áhugamálum. Sjúklingar sem fengu lyfið mánaðarlega í æð hrakaði um fjórum til sjö mánuðum hægar en þeir sem fengu lyfleysu. Ekki fyrsta lyfið af þessum toga sem kemur fram á sjónarsviðið Donanemab er þróað af fyrirtækinu Eli Lilly og virkar á svipaðan hátt og lyfið lecanemab. Það síðarnefnda komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar talið var sýnt fram á að það gæti hægt á framþróun sjúkdómsins hjá þeim sem greinast mjög snemma. Rannsóknarniðurstöður fyrir Donanemab eru sagðar lofa góðu en áhætta fylgir þó notkun lyfsins. Aukaverkanir á borð við heilabólgur fundust hjá um þriðjungi þátttakenda í rannsókninni. Í flestum tilfellum virtist þetta ganga til baka án vandkvæða en talið er að tveir, eða jafnvel þrír, einstaklingar hafi látist af völdum hættulegrar bólgu í heila. Leyfisumsókn fyrir annað mótefnalyf gegn Alzheimer's sem ber heitið aducanumab var nýlega hafnað af evrópskum lyfjayfirvöldum vegna efasemda um öryggi þess og skorts á gögnum sem studdu fullyrðingar um jákvæða virkni þess.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Vísindi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira