Nýtt lyf gegn Alzheimer's sagt marka tímamót Eiður Þór Árnason skrifar 17. júlí 2023 16:48 Nýja lyfið er þróað af bandaríska lyfjafyrirtækinu Lilly & Co. Ap/Darron Cummings Nýtt lyf er sagt marka tímamót í baráttunni gegn Alzheimer's sjúkdómnum eftir að niðurstöður lyfjarannsóknar gáfu til kynna að það hægi á hnignun heilans. Mótefnalyfið donanemab er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer's. Ekki er um lækningu að ræða heldur lyf sem gæti gert sjúkdóminn viðráðanlegri og haldið aftur af honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í rannsóknarniðurstöður sem birtust í fræðiritinu JAMA í dag. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort notkun lyfsins verði leyfð þar í landi. Niðurstöðurnar benda til þess að lyfið hafi hægt á framgangi Alzheimer's sjúkdómsins um þriðjung og þannig gert fólki kleift að ráða betur við daglegar athafnir á borð við eldamennsku og að sinna áhugamálum. Sjúklingar sem fengu lyfið mánaðarlega í æð hrakaði um fjórum til sjö mánuðum hægar en þeir sem fengu lyfleysu. Ekki fyrsta lyfið af þessum toga sem kemur fram á sjónarsviðið Donanemab er þróað af fyrirtækinu Eli Lilly og virkar á svipaðan hátt og lyfið lecanemab. Það síðarnefnda komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar talið var sýnt fram á að það gæti hægt á framþróun sjúkdómsins hjá þeim sem greinast mjög snemma. Rannsóknarniðurstöður fyrir Donanemab eru sagðar lofa góðu en áhætta fylgir þó notkun lyfsins. Aukaverkanir á borð við heilabólgur fundust hjá um þriðjungi þátttakenda í rannsókninni. Í flestum tilfellum virtist þetta ganga til baka án vandkvæða en talið er að tveir, eða jafnvel þrír, einstaklingar hafi látist af völdum hættulegrar bólgu í heila. Leyfisumsókn fyrir annað mótefnalyf gegn Alzheimer's sem ber heitið aducanumab var nýlega hafnað af evrópskum lyfjayfirvöldum vegna efasemda um öryggi þess og skorts á gögnum sem studdu fullyrðingar um jákvæða virkni þess. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Vísindi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Mótefnalyfið donanemab er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer's. Ekki er um lækningu að ræða heldur lyf sem gæti gert sjúkdóminn viðráðanlegri og haldið aftur af honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í rannsóknarniðurstöður sem birtust í fræðiritinu JAMA í dag. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort notkun lyfsins verði leyfð þar í landi. Niðurstöðurnar benda til þess að lyfið hafi hægt á framgangi Alzheimer's sjúkdómsins um þriðjung og þannig gert fólki kleift að ráða betur við daglegar athafnir á borð við eldamennsku og að sinna áhugamálum. Sjúklingar sem fengu lyfið mánaðarlega í æð hrakaði um fjórum til sjö mánuðum hægar en þeir sem fengu lyfleysu. Ekki fyrsta lyfið af þessum toga sem kemur fram á sjónarsviðið Donanemab er þróað af fyrirtækinu Eli Lilly og virkar á svipaðan hátt og lyfið lecanemab. Það síðarnefnda komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar talið var sýnt fram á að það gæti hægt á framþróun sjúkdómsins hjá þeim sem greinast mjög snemma. Rannsóknarniðurstöður fyrir Donanemab eru sagðar lofa góðu en áhætta fylgir þó notkun lyfsins. Aukaverkanir á borð við heilabólgur fundust hjá um þriðjungi þátttakenda í rannsókninni. Í flestum tilfellum virtist þetta ganga til baka án vandkvæða en talið er að tveir, eða jafnvel þrír, einstaklingar hafi látist af völdum hættulegrar bólgu í heila. Leyfisumsókn fyrir annað mótefnalyf gegn Alzheimer's sem ber heitið aducanumab var nýlega hafnað af evrópskum lyfjayfirvöldum vegna efasemda um öryggi þess og skorts á gögnum sem studdu fullyrðingar um jákvæða virkni þess.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Vísindi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira