Fyrrum olíuforstjóri veitir ómetanlega innsýn inn í heim spillingar og óheilbrigðra viðskiptahátta Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. júlí 2023 07:02 Hlustaði á áhugavert viðtal við fyrrum forstjóra olíufélags sem sagði farir sínar ekki sléttar þegar spilaborgin hrundi 2008. Í stuttu máli hneykslaðist hann á framgöngu Norðmanna vegna afgreiðslu olíufarms sem félagið hafði pantað frá norska ríkisolíufyrirtækinu Statoil. Hvorki viðskiptabanki fyrirtækisins, Statoil né norska ríkið vildi lána fyrirtækinu 23 milljónir dollara. Það endaði með því að þáverandi Seðlabankastjóri greiddi umrædda upphæð og olíufarmurinn var afgreiddur. Síðan þá hefur hann, að sögn, ekki getað litið Norðmenn sömu augum. Mér hefur alltaf fundist áhugaverðara það sem fólk kýs ekki að segja, frekar en að hlusta á það sem það kýs að segja. Hvað er það sem hann kýs að halda utan við frásögn sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að hér voru fleiri olíufélög sem gátu afgreitt olíufarma í samstarfi við sína viðskiptabanka og viðskiptafélaga. Ekki þurfti aðkomu Seðlabankastjóra í þeim tilvikum. Hann kýs að halda því utan við frásögn sína að fyrirtækið sem hann veitti forstöðu var í raun ógjaldfært á þessum tíma og fór seinna í nauðarsamninga þar sem kröfuhafar töpuðu milljörðum. Það hefði líklega þýtt að Statoil hefði þurft að afskrifa stóran hluta viðskiptakrafna sinna á félagið. Er ekki líklegt að vel rekið fyrirtæki eins og Statoil hafi haft það til hliðsjónar við ákvörðun sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að Seðlabankanum er einungis ætlað að vera í viðskiptum við viðskiptabanka en ekki fyrirtæki og einstaklinga. Það eitt og sér, að Seðlabankastjóri hlaupi undir bagga með ógjaldfæru fyrirtæki í samkeppnisrekstri vegna vináttu og kunningskapar við forstjóra og stjórnarformann félagsins hafi í raun og veru verið sýningargluggi inn í þá miklu spillingu og frændhygli sem einkennir þetta samfélag okkar. Það sem ég heyrði í þessu viðtali var frásögn af því þegar óheilbrigðir viðskiptahættir, frændhygli og spilling mætti eðlilegum og varfærnum viðskiptaháttum. Það að Norðmenn hafi ekki viljað treysta ógjaldfæru fyrirtæki fyrir 23 milljónum dollara eru eðlilegir viðskiptahættir. Það að Seðlabankastjóri greiði fyrir olíufarm er það ekki. Ég er þakklátur olíuforstjóranum fyrrverandi fyrir að leyfa okkur að sjá frá fyrstu hendi hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvernig heilbrigðir viðskiptahættir eru í raun fjarri Íslandsströndum. Hér sést hvar valdið liggur. Þegar öllu er á botninn hvolft liggur valdið hjá þeim sem hafa aðgang að gjaldeyri. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bensín og olía Noregur Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hlustaði á áhugavert viðtal við fyrrum forstjóra olíufélags sem sagði farir sínar ekki sléttar þegar spilaborgin hrundi 2008. Í stuttu máli hneykslaðist hann á framgöngu Norðmanna vegna afgreiðslu olíufarms sem félagið hafði pantað frá norska ríkisolíufyrirtækinu Statoil. Hvorki viðskiptabanki fyrirtækisins, Statoil né norska ríkið vildi lána fyrirtækinu 23 milljónir dollara. Það endaði með því að þáverandi Seðlabankastjóri greiddi umrædda upphæð og olíufarmurinn var afgreiddur. Síðan þá hefur hann, að sögn, ekki getað litið Norðmenn sömu augum. Mér hefur alltaf fundist áhugaverðara það sem fólk kýs ekki að segja, frekar en að hlusta á það sem það kýs að segja. Hvað er það sem hann kýs að halda utan við frásögn sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að hér voru fleiri olíufélög sem gátu afgreitt olíufarma í samstarfi við sína viðskiptabanka og viðskiptafélaga. Ekki þurfti aðkomu Seðlabankastjóra í þeim tilvikum. Hann kýs að halda því utan við frásögn sína að fyrirtækið sem hann veitti forstöðu var í raun ógjaldfært á þessum tíma og fór seinna í nauðarsamninga þar sem kröfuhafar töpuðu milljörðum. Það hefði líklega þýtt að Statoil hefði þurft að afskrifa stóran hluta viðskiptakrafna sinna á félagið. Er ekki líklegt að vel rekið fyrirtæki eins og Statoil hafi haft það til hliðsjónar við ákvörðun sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að Seðlabankanum er einungis ætlað að vera í viðskiptum við viðskiptabanka en ekki fyrirtæki og einstaklinga. Það eitt og sér, að Seðlabankastjóri hlaupi undir bagga með ógjaldfæru fyrirtæki í samkeppnisrekstri vegna vináttu og kunningskapar við forstjóra og stjórnarformann félagsins hafi í raun og veru verið sýningargluggi inn í þá miklu spillingu og frændhygli sem einkennir þetta samfélag okkar. Það sem ég heyrði í þessu viðtali var frásögn af því þegar óheilbrigðir viðskiptahættir, frændhygli og spilling mætti eðlilegum og varfærnum viðskiptaháttum. Það að Norðmenn hafi ekki viljað treysta ógjaldfæru fyrirtæki fyrir 23 milljónum dollara eru eðlilegir viðskiptahættir. Það að Seðlabankastjóri greiði fyrir olíufarm er það ekki. Ég er þakklátur olíuforstjóranum fyrrverandi fyrir að leyfa okkur að sjá frá fyrstu hendi hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvernig heilbrigðir viðskiptahættir eru í raun fjarri Íslandsströndum. Hér sést hvar valdið liggur. Þegar öllu er á botninn hvolft liggur valdið hjá þeim sem hafa aðgang að gjaldeyri. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun