Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2023 19:41 Þeir Ari og Pétur fóru báðir með aðalhlutverk í útskriftarsýningum þeirra. Ari, til vinstri, fór með hlutverk Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í söngleiknum Jane Eyre. Craig Fuller Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum. Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum.
Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“