Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2023 19:41 Þeir Ari og Pétur fóru báðir með aðalhlutverk í útskriftarsýningum þeirra. Ari, til vinstri, fór með hlutverk Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í söngleiknum Jane Eyre. Craig Fuller Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum. Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum.
Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira