Í átt að sterkara borgarasamfélagi Vala Karen Viðarsdóttir skrifar 15. júlí 2023 07:01 Þann 18. júlí næstkomandi mun Ísland kynna sína aðra landrýni um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Að þessu sinni tryggðu stjórnvöld aðkomu fleiri hagaðila í landrýni sinni. Þá var í fyrsta sinn víðtækt samráð við frjáls félagasamtök þar sem um 55 samtök framkvæmdu svokallað stöðumat borgarasamtaka (e. civil society assessment) fyrir hvert og eitt markmið og gáfu stjórnvöldum ráðleggingar. Þó svo að framvinda Íslands í tengslum við aukna þátttöku borgarasamfélagsins í gegnum landrýnina sé mikilsvert, þá er enn hávært ákall um víðtækari og merkingarbærri þátttöku borgarasamfélagsins í allri stefnumótandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem hefur áhrif á almenning. Borgarasamfélagið á Íslandi er því miður ekki sterkt, borið saman við nágrannaríki okkar, en hefur þó alla burði til þess ef rétt er haldið á spilunum. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leiddi stöðumatið í skýrslu stjórnvalda en fljótlega varð ljóst að mikill áhugi væri á slíkum samráðsvettvangi en einnig brýn þörf til þess að standa þétt saman, ræða málefni sem varða okkur öll þvert á geira og síðast en ekki síst, að veita stjórnvöldum raunverulegt aðhald. Í nýútgefinni landrýniskýrslu stjórnvalda stangast mat borgarasamfélagsins umtalsvert á við mat stjórnvalda á stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heilt yfir fengu íslensk stjórnvöld gula spjaldið og það rauða í fjórum markmiðum frá borgarasamfélaginu. Þegar skoðuð er skýrsla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýlega var gefin út kemur í ljós að stöðumat borgarasamfélagsins á Íslandi í landrýninni er í takt við mat Sameinuðu þjóðanna. Að mati Sþ stendur Ísland sig illa í markmiði 2 um ekkert hungur, markmiði 6 um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, markmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, markmiði 13 um aðgerðir í loftlagsmálum og markmiði 15 um líf á landi. Í landrýninni fengu stjórnvöld rauða spjaldið í markmiðum 10, 12, 13 og 15 frá borgarasamfélaginu. Raunin er einfaldlega sú að Ísland er hreinlega að dragast aftur úr í innleiðingu heimsmarkmiðanna. Þá eru önnur lönd að taka fram úr okkur en Ísland féll úr 22. sæti niður í það 29 milli ára. Að sama skapi féll landið niður í neðstu sætin yfir þau lönd sem hafa jákvæð smitáhrif á önnur lönd, og vermir þar sæti númer 164, á undan Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Singapúr sem er í síðasta sæti. Borgarasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að knýja áfram sjálfbærni, að tala fyrir umbreytandi áhrifum og að virkja samfélög. Saman getum við mótað framtíð þar sem raunveruleg þátttaka borgara og inngilding verða normið og þar sem stjórnvöld bera sannarlega ábyrgð gagnvart fólkinu sem það á að þjóna. Nú er tími til þess að hrinda í framkvæmd alvöru þátttöku og samráði borgarasamfélagsins og hvetjum við stjórnvöld til þess að gegna afgerandi hlutverki við að takast á við brýn málefni, bæði hér heima og á alþjóðavelli svo að raunverulegar breytingar eigi sér stað til þess að tryggja fulla innleiðingu heimsmarkmiðanna. Hægt verður að fylgjast með kynningu á landrýniskýrslu Íslands á Ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 18. júlí í beinu streymi hér kl. 19:15. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. júlí næstkomandi mun Ísland kynna sína aðra landrýni um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Að þessu sinni tryggðu stjórnvöld aðkomu fleiri hagaðila í landrýni sinni. Þá var í fyrsta sinn víðtækt samráð við frjáls félagasamtök þar sem um 55 samtök framkvæmdu svokallað stöðumat borgarasamtaka (e. civil society assessment) fyrir hvert og eitt markmið og gáfu stjórnvöldum ráðleggingar. Þó svo að framvinda Íslands í tengslum við aukna þátttöku borgarasamfélagsins í gegnum landrýnina sé mikilsvert, þá er enn hávært ákall um víðtækari og merkingarbærri þátttöku borgarasamfélagsins í allri stefnumótandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem hefur áhrif á almenning. Borgarasamfélagið á Íslandi er því miður ekki sterkt, borið saman við nágrannaríki okkar, en hefur þó alla burði til þess ef rétt er haldið á spilunum. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leiddi stöðumatið í skýrslu stjórnvalda en fljótlega varð ljóst að mikill áhugi væri á slíkum samráðsvettvangi en einnig brýn þörf til þess að standa þétt saman, ræða málefni sem varða okkur öll þvert á geira og síðast en ekki síst, að veita stjórnvöldum raunverulegt aðhald. Í nýútgefinni landrýniskýrslu stjórnvalda stangast mat borgarasamfélagsins umtalsvert á við mat stjórnvalda á stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heilt yfir fengu íslensk stjórnvöld gula spjaldið og það rauða í fjórum markmiðum frá borgarasamfélaginu. Þegar skoðuð er skýrsla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýlega var gefin út kemur í ljós að stöðumat borgarasamfélagsins á Íslandi í landrýninni er í takt við mat Sameinuðu þjóðanna. Að mati Sþ stendur Ísland sig illa í markmiði 2 um ekkert hungur, markmiði 6 um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, markmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, markmiði 13 um aðgerðir í loftlagsmálum og markmiði 15 um líf á landi. Í landrýninni fengu stjórnvöld rauða spjaldið í markmiðum 10, 12, 13 og 15 frá borgarasamfélaginu. Raunin er einfaldlega sú að Ísland er hreinlega að dragast aftur úr í innleiðingu heimsmarkmiðanna. Þá eru önnur lönd að taka fram úr okkur en Ísland féll úr 22. sæti niður í það 29 milli ára. Að sama skapi féll landið niður í neðstu sætin yfir þau lönd sem hafa jákvæð smitáhrif á önnur lönd, og vermir þar sæti númer 164, á undan Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Singapúr sem er í síðasta sæti. Borgarasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að knýja áfram sjálfbærni, að tala fyrir umbreytandi áhrifum og að virkja samfélög. Saman getum við mótað framtíð þar sem raunveruleg þátttaka borgara og inngilding verða normið og þar sem stjórnvöld bera sannarlega ábyrgð gagnvart fólkinu sem það á að þjóna. Nú er tími til þess að hrinda í framkvæmd alvöru þátttöku og samráði borgarasamfélagsins og hvetjum við stjórnvöld til þess að gegna afgerandi hlutverki við að takast á við brýn málefni, bæði hér heima og á alþjóðavelli svo að raunverulegar breytingar eigi sér stað til þess að tryggja fulla innleiðingu heimsmarkmiðanna. Hægt verður að fylgjast með kynningu á landrýniskýrslu Íslands á Ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 18. júlí í beinu streymi hér kl. 19:15. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar