Öngstræti matvælaráðherra Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 11. júlí 2023 14:31 „Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi. 1. Sérfræðingar matvælaráðuneytisins sendu matvælaráðherra nokkur minnisblöð og erindi í aðdraganda ákvörðunar hennar að stöðva veiðar á langreyðum við Ísland. Í þeim var ráðherrann hvattur til að gæta meðalhófs, tryggja andmælarétt þess sem yrði fyrir íþyngjandi ákvörðun, gæta að samspili ákvörðunarinnar við stjórnarskrárvarin réttindi, gæta að málefnalegum sjónarmiðum og að ákvörðunin yrði reist á fullnægjandi upplýsingum. Þá var ráðherrann einnig vöruð við mögulegri bótaskyldu sem gæti hlotist af þeirri ákvörðun hennar að banna veiðarnar tímabundið og henni ráðlagt að leita utanaðkomandi lögfræðilegrar ráðgjafar. Orðrétt má lesa ráðleggingar sérfræðinganna hér. Matvælaráðherrann gerði ekkert af þessu. Hún tók ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum, degi fyrir vertíð, án þess að gæta meðalhófs, án þess að fara að stjórnsýslulögum, án þess að veita viðunandi fyrirvara, án þess að gæta að vægari úrræðum fyrst og án þess að horfa til stjórnarskrárvarinna réttinda þeirra sem höfðu réttmætar væntingar til þess að geta hafið störf daginn eftir. 2. Ráðherra er tíðrætt um álit fagráðs um velferð dýra sem grundvöll ákvörðunar sinnar og það eitt og sér hafi vegið svo þungt að það skáki öllum ráðleggingum allra sérfræðinga, skáki stjórnarskránni og öðrum lögum í landinu. En raunveruleikinn er annar - álit fagráðs taldi eina blaðsíðu, innihélt enga lagalega greiningu á grundvelli ákvörðunarinnar, ekkert hagsmunamat við stjórnarskrárvarin réttindi og eini lögfræðingurinn í ráðinu galt varhug við niðurstöðunni í sér bókun. Aukinheldur liggur fyrir að fagráðið fór ekki að stjórnsýslulögum við málsmeðferð sína. Þá verður ekki hjá því litið að fagráðið er ráðgefandi við Matvælastofnun og hefur ekkert slíkt gildi að lögum að á því sé byggjandi með þeim hætti sem ráðherra hefur haldið fram. 3. Matvælaráðherra telur, m.a. á grundvelli títtnefnds álits fagráðs, að veiðar á langreyðum samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Á sama tíma hefur MAST komist að þeirri niðurstöðu „að við veiðarnar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin“. Eðli máls samkvæmt, getur lagatextinn ekki tekið breytingum, eftir því hvernig pólitískir og aðrir vindar blása hverju sinni um hver séu æskileg markmið dýralöggjafar. Ef ráðherra vill ná fram pólitískum markmiðum sínum þá verður hann einfaldlega að hlutast til um að lögunum verði breytt. Það verður hins vegar ekki gert nema með aðkomu löggjafans, þ.e. Alþingis, sem er hinn rétti og eðlilegi farvegur málsins. 4. Það hefur aðeins eitt utanaðkomandi lögfræðilegt álit verið unnið um lögmæti ákvörðunar matvælaráðherrans, af hálfu LEX lögmannsstofu að beiðni SFS. Þar er komist með rökstuddum hætti að því að sú ákvörðun matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Hér má lesa álitið í heild. Það á ekki að vera valkvætt fyrir ráðherra að fylgja stjórnarskrá, lögum eða ráðleggingum sérfræðinga. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að geta treyst því að ráðamenn láti ekki pólitíska skammtímahagsmuni sína ráða för þegar kemur að stórum ákvörðunum og verulegum hagsmunum. Mál þetta snýst ekki um það hvort fólk sé fylgjandi eða á móti hvalveiðum. Það er prófsteinn á þau grunngildi sem aldrei má hvika frá í lýðræðissamfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi. 1. Sérfræðingar matvælaráðuneytisins sendu matvælaráðherra nokkur minnisblöð og erindi í aðdraganda ákvörðunar hennar að stöðva veiðar á langreyðum við Ísland. Í þeim var ráðherrann hvattur til að gæta meðalhófs, tryggja andmælarétt þess sem yrði fyrir íþyngjandi ákvörðun, gæta að samspili ákvörðunarinnar við stjórnarskrárvarin réttindi, gæta að málefnalegum sjónarmiðum og að ákvörðunin yrði reist á fullnægjandi upplýsingum. Þá var ráðherrann einnig vöruð við mögulegri bótaskyldu sem gæti hlotist af þeirri ákvörðun hennar að banna veiðarnar tímabundið og henni ráðlagt að leita utanaðkomandi lögfræðilegrar ráðgjafar. Orðrétt má lesa ráðleggingar sérfræðinganna hér. Matvælaráðherrann gerði ekkert af þessu. Hún tók ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum, degi fyrir vertíð, án þess að gæta meðalhófs, án þess að fara að stjórnsýslulögum, án þess að veita viðunandi fyrirvara, án þess að gæta að vægari úrræðum fyrst og án þess að horfa til stjórnarskrárvarinna réttinda þeirra sem höfðu réttmætar væntingar til þess að geta hafið störf daginn eftir. 2. Ráðherra er tíðrætt um álit fagráðs um velferð dýra sem grundvöll ákvörðunar sinnar og það eitt og sér hafi vegið svo þungt að það skáki öllum ráðleggingum allra sérfræðinga, skáki stjórnarskránni og öðrum lögum í landinu. En raunveruleikinn er annar - álit fagráðs taldi eina blaðsíðu, innihélt enga lagalega greiningu á grundvelli ákvörðunarinnar, ekkert hagsmunamat við stjórnarskrárvarin réttindi og eini lögfræðingurinn í ráðinu galt varhug við niðurstöðunni í sér bókun. Aukinheldur liggur fyrir að fagráðið fór ekki að stjórnsýslulögum við málsmeðferð sína. Þá verður ekki hjá því litið að fagráðið er ráðgefandi við Matvælastofnun og hefur ekkert slíkt gildi að lögum að á því sé byggjandi með þeim hætti sem ráðherra hefur haldið fram. 3. Matvælaráðherra telur, m.a. á grundvelli títtnefnds álits fagráðs, að veiðar á langreyðum samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Á sama tíma hefur MAST komist að þeirri niðurstöðu „að við veiðarnar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin“. Eðli máls samkvæmt, getur lagatextinn ekki tekið breytingum, eftir því hvernig pólitískir og aðrir vindar blása hverju sinni um hver séu æskileg markmið dýralöggjafar. Ef ráðherra vill ná fram pólitískum markmiðum sínum þá verður hann einfaldlega að hlutast til um að lögunum verði breytt. Það verður hins vegar ekki gert nema með aðkomu löggjafans, þ.e. Alþingis, sem er hinn rétti og eðlilegi farvegur málsins. 4. Það hefur aðeins eitt utanaðkomandi lögfræðilegt álit verið unnið um lögmæti ákvörðunar matvælaráðherrans, af hálfu LEX lögmannsstofu að beiðni SFS. Þar er komist með rökstuddum hætti að því að sú ákvörðun matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Hér má lesa álitið í heild. Það á ekki að vera valkvætt fyrir ráðherra að fylgja stjórnarskrá, lögum eða ráðleggingum sérfræðinga. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að geta treyst því að ráðamenn láti ekki pólitíska skammtímahagsmuni sína ráða för þegar kemur að stórum ákvörðunum og verulegum hagsmunum. Mál þetta snýst ekki um það hvort fólk sé fylgjandi eða á móti hvalveiðum. Það er prófsteinn á þau grunngildi sem aldrei má hvika frá í lýðræðissamfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun