Á degi leiðtogafundar NATO í Litháen Ámundi Loftsson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Orðsending til félagsmanna og kjörinna fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Þrátt fyrir þetta og fulla vitneskju ykkar um að þessi hernaður verður ekki stöðvaður með auknum vopnasendingum eiga þær sér engu að síður stað með ykkar samþykki. Þó ekkert heyrist frá ykkur um þetta hernaðarbrjálæði er sú þögn himinhrópandi. Það á reyndar það sama við um þá flokka annarra landa sem kenna sig við frið og hernaðarandstöðu. Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim um þennan hernað. Sama á við um friðarsamtök, bæði á Íslandi og annarstaðar. Það heyrist ekki múkk frá þeim. Það er eins og þau séu ekki lengur til. Hafi gufað upp. Samt blasir við að eina leiðin útúr þessum hernaði eru friðarumleitanir. Sama hve vonlaust það kann að virðast og ógeðfellt það er. Ef ekki verður leitað viðræðna um frið mun ástandið einungis versna, manntjón og eyðilegging halda áfram og aukast og friður verður sífellt fjarlægari. Framtíðarskipan mála og yfirráð Úkraínu verða ekki ákveðin með hervaldi á þann hátt að varanlegur friður verði þar um. Friður fenginn með hervaldi verður hvorki sannur né langlífur. Það mun uppúr sjóða á ný. Varanleg viðskipta- og stjórnmálaeinangrun Rússlands frá umheiminum er heldur ekki ástand sem getur orðið varanlegt til langs tíma. Eina leiðin til að koma samskiptum Rússa við önnur lönd í ásættanlegt horf eru viðræður. Aukinn hernaður gerir þá möguleika æ erfiðari og fjarlægari. Ef samtök ykkar eiga að rísa undir nafni sem friðarsamtök og fyrir andstöðu við hernað verðið þið tafarlaust að láta af stuðningi ykkar við þetta fáránlega hernaðarbrölt og koma ykkur á ykkar rétta stað í stjórnmálunum og fara að tala fyrir friðsamlegum lausnum á þessu ástandi. Nema þá að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé orðinn hernaðarflokkur sem vill láta af andstöðu sinni við aðild Íslands að NATO og mælir almennt með hernaðarlausnum í erfiðum samskiptum milli þjóða. Þá væri líka réttara að þið mynduð kveða uppúr með það þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um það frekar. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Úkraína Hernaður NATO Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Orðsending til félagsmanna og kjörinna fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Nú eru daprir tímar í sögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Flokkur ykkar er í ríkisstjórn sem styður og stendur að sívaxandi hernaðarbrölti. Nú hefur verið ákveðið að láta Úkraínumenn hafa svokallaðar klasasprengur, drápstól sem eru svo ógeðsleg og villimannleg að jafnvel hörðustu hernaðarsinnum ofbýður og hafna notkun þeirra, enda eru þau nær allstaðar bannaðar í hernaði. Þrátt fyrir þetta og fulla vitneskju ykkar um að þessi hernaður verður ekki stöðvaður með auknum vopnasendingum eiga þær sér engu að síður stað með ykkar samþykki. Þó ekkert heyrist frá ykkur um þetta hernaðarbrjálæði er sú þögn himinhrópandi. Það á reyndar það sama við um þá flokka annarra landa sem kenna sig við frið og hernaðarandstöðu. Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim um þennan hernað. Sama á við um friðarsamtök, bæði á Íslandi og annarstaðar. Það heyrist ekki múkk frá þeim. Það er eins og þau séu ekki lengur til. Hafi gufað upp. Samt blasir við að eina leiðin útúr þessum hernaði eru friðarumleitanir. Sama hve vonlaust það kann að virðast og ógeðfellt það er. Ef ekki verður leitað viðræðna um frið mun ástandið einungis versna, manntjón og eyðilegging halda áfram og aukast og friður verður sífellt fjarlægari. Framtíðarskipan mála og yfirráð Úkraínu verða ekki ákveðin með hervaldi á þann hátt að varanlegur friður verði þar um. Friður fenginn með hervaldi verður hvorki sannur né langlífur. Það mun uppúr sjóða á ný. Varanleg viðskipta- og stjórnmálaeinangrun Rússlands frá umheiminum er heldur ekki ástand sem getur orðið varanlegt til langs tíma. Eina leiðin til að koma samskiptum Rússa við önnur lönd í ásættanlegt horf eru viðræður. Aukinn hernaður gerir þá möguleika æ erfiðari og fjarlægari. Ef samtök ykkar eiga að rísa undir nafni sem friðarsamtök og fyrir andstöðu við hernað verðið þið tafarlaust að láta af stuðningi ykkar við þetta fáránlega hernaðarbrölt og koma ykkur á ykkar rétta stað í stjórnmálunum og fara að tala fyrir friðsamlegum lausnum á þessu ástandi. Nema þá að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé orðinn hernaðarflokkur sem vill láta af andstöðu sinni við aðild Íslands að NATO og mælir almennt með hernaðarlausnum í erfiðum samskiptum milli þjóða. Þá væri líka réttara að þið mynduð kveða uppúr með það þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um það frekar. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun