Fæddi barnið í miðjum jarðskjálfta, eins og móðir jörð væri að fagna Íris Hauksdóttir skrifar 11. júlí 2023 11:01 Georg Leite og Anaïs Barthe Leite eignuðust stúlku 5. júlí. aðsend Hjónin George Leite eigandi Kalda bars og Anaïs Barthe Leite atvinnudansari bættu í barnahópinn en þriðja barn þeirra kom í heiminn þann 5. júlí síðastliðinn. Hinn brasilíski Georg og hin franska Anaïs hafa búið um langa hríð á Íslandi. Georg, eða Goggi eins og hann er alltaf kallaður, fluttist sem skiptinemi árið 1998 en níu ár eru síðan Anaïs fluttist hingað til lands. „Við George hittumst fyrst á Kizomba meistaranámskeiði sem ég var að kenna, afrískum paradansi og höfum byggt upp lítið samfélag þarna,“ segir hin nýbakaða móðir Anaïs í samtali við blaðakonu. „Dansinn er í mínum huga hliðarverkefni og ég lít miklu frekar á mig sem nútímadansara og hönnuð.“ Georg Leite og Anaïs Barthe Leite gengu í það heilaga í suður-franskri sveitasælu.Aðsend Dansinn dró þau Gogga og Anaïs saman en hjónin giftu sig við fallega athöfn í Suður-Frakklandi síðastliðið sumar. Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi Hjörtun full af ást og þakkæti Goggi lærði viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík en hann er þekktastur fyrir líflega framkomu og hlýja nærveru á skemmtistaðnum Kalda bar sem hann rekur. Goggi stoltur faðir í þriðja sinn.aðsend Litla stúlkan er annað barn þeirra saman en fyrir átti Goggi dótturina Sofiu Leu nítján ára úr fyrra sambandi. Saman eiga þau svo soninn Samuel Mána rúmlega fjögurra ára ásamt stúlkunni nýfæddu. Í einlægri færslu sinni á Facebook tilkynnir hjónin um fæðingu barnsins. Litla dóttirin kom í heiminn þann 5. júlí, tæpar fjórtán merkur.aðsend Við erum mjög ánægð að tilkynna fæðingu dóttur okkar, barni og móður heilsast vel. Hún átti glæsilega innkomu í heiminn sem einkenndist af fjölda jarðskjálfta, eins og móðir jörð væri sjálf að fagna fæðingu sinni. Þann 5. júlí, klukkan 22:52, kom hún, 49 cm og 3.316 kg. Með hjörtu full af ást og þakklæti, fögnum við foreldrahlutverkinu enn og aftur, ævinlega þakklát fyrir einstakar aðstæður í kringum komu hennar. Hjörtu okkar eru full af ást til allra dýrmætu barnanna okkar og við munum njóta allra dýrmætu stundanna. Anaïs er full af ást og þakklæti.aðsend Hamingjuóskum rignir yfir hjónin. Tímamót Börn og uppeldi Barnalán Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira
Hinn brasilíski Georg og hin franska Anaïs hafa búið um langa hríð á Íslandi. Georg, eða Goggi eins og hann er alltaf kallaður, fluttist sem skiptinemi árið 1998 en níu ár eru síðan Anaïs fluttist hingað til lands. „Við George hittumst fyrst á Kizomba meistaranámskeiði sem ég var að kenna, afrískum paradansi og höfum byggt upp lítið samfélag þarna,“ segir hin nýbakaða móðir Anaïs í samtali við blaðakonu. „Dansinn er í mínum huga hliðarverkefni og ég lít miklu frekar á mig sem nútímadansara og hönnuð.“ Georg Leite og Anaïs Barthe Leite gengu í það heilaga í suður-franskri sveitasælu.Aðsend Dansinn dró þau Gogga og Anaïs saman en hjónin giftu sig við fallega athöfn í Suður-Frakklandi síðastliðið sumar. Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi Hjörtun full af ást og þakkæti Goggi lærði viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík en hann er þekktastur fyrir líflega framkomu og hlýja nærveru á skemmtistaðnum Kalda bar sem hann rekur. Goggi stoltur faðir í þriðja sinn.aðsend Litla stúlkan er annað barn þeirra saman en fyrir átti Goggi dótturina Sofiu Leu nítján ára úr fyrra sambandi. Saman eiga þau svo soninn Samuel Mána rúmlega fjögurra ára ásamt stúlkunni nýfæddu. Í einlægri færslu sinni á Facebook tilkynnir hjónin um fæðingu barnsins. Litla dóttirin kom í heiminn þann 5. júlí, tæpar fjórtán merkur.aðsend Við erum mjög ánægð að tilkynna fæðingu dóttur okkar, barni og móður heilsast vel. Hún átti glæsilega innkomu í heiminn sem einkenndist af fjölda jarðskjálfta, eins og móðir jörð væri sjálf að fagna fæðingu sinni. Þann 5. júlí, klukkan 22:52, kom hún, 49 cm og 3.316 kg. Með hjörtu full af ást og þakklæti, fögnum við foreldrahlutverkinu enn og aftur, ævinlega þakklát fyrir einstakar aðstæður í kringum komu hennar. Hjörtu okkar eru full af ást til allra dýrmætu barnanna okkar og við munum njóta allra dýrmætu stundanna. Anaïs er full af ást og þakklæti.aðsend Hamingjuóskum rignir yfir hjónin.
Tímamót Börn og uppeldi Barnalán Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira