Afmyndun þjóðarsálar Erna Mist skrifar 10. júlí 2023 11:31 Áhugi minn á tilvonandi eldgosi hefur verið yfirstiginn af áhuga mínum á umræðunni í kringum það. Um leið og við byrjum að finna fyrir skjálftahrinum og förum að vænta eftir gosi er það fyrsta sem við viljum vita ekki hvort það muni koma til með að hafa áhrif á loftgæði, búskap eða almenn lífsskilyrði - heldur hvort það verði til þess fallið að auka streymi ferðamanna hingað til lands. Hvenær var þetta falska samasemmerki dregið milli ferðaþjónustunnar og almannahagsmuna? Þegar kemur að ferðaþjónustunni hérlendis má gróflega greina beturborgandi ferðamenn frá óbreyttum túristum, þar sem beturborgandi ferðamenn hvetja til innlendrar uppbyggingar á hágæða upplifunum og faglegri þjónustu, á meðan massatúrisminn eykur framleiðslu láglaunastarfa og plantar lundabúðum sem dreyfa sér eins og lúpínur um miðborgina. Í alþjóðavæddum heimi er sérhver borg vígvöllur tveggja andstæðra afla: menningarinnar og massatúrismans. Borg sem heldur í sérkenni sín, upphefur gildin sín og fagnar eigin sögu er menningarborg - en borg sem gleymir sögu sinni og fórnar sérkennum sínum til að undirgangast alþjóðlega tískustrauma er eins og allar aðrar túristaborgir - fjöldaframleidd og innantóm. Hvar sköpuðust þessi hugrenningatengsl milli fjölda ferðamanna og þjóðarstolts? Hvenær urðu Íslendingar svona hliðhollir starfsgrein sem grefur undan íslenskunni, afmyndar menningareinkenni höfuðborgarinnar, og er svo skringilega skattlögð að hún skilar sér varla í ríkiskassann? Eins og augljós dæmisaga um gæði umfram magn er massatúrisminn tilefnislaust fagnaðarerindi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Erna Mist Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Áhugi minn á tilvonandi eldgosi hefur verið yfirstiginn af áhuga mínum á umræðunni í kringum það. Um leið og við byrjum að finna fyrir skjálftahrinum og förum að vænta eftir gosi er það fyrsta sem við viljum vita ekki hvort það muni koma til með að hafa áhrif á loftgæði, búskap eða almenn lífsskilyrði - heldur hvort það verði til þess fallið að auka streymi ferðamanna hingað til lands. Hvenær var þetta falska samasemmerki dregið milli ferðaþjónustunnar og almannahagsmuna? Þegar kemur að ferðaþjónustunni hérlendis má gróflega greina beturborgandi ferðamenn frá óbreyttum túristum, þar sem beturborgandi ferðamenn hvetja til innlendrar uppbyggingar á hágæða upplifunum og faglegri þjónustu, á meðan massatúrisminn eykur framleiðslu láglaunastarfa og plantar lundabúðum sem dreyfa sér eins og lúpínur um miðborgina. Í alþjóðavæddum heimi er sérhver borg vígvöllur tveggja andstæðra afla: menningarinnar og massatúrismans. Borg sem heldur í sérkenni sín, upphefur gildin sín og fagnar eigin sögu er menningarborg - en borg sem gleymir sögu sinni og fórnar sérkennum sínum til að undirgangast alþjóðlega tískustrauma er eins og allar aðrar túristaborgir - fjöldaframleidd og innantóm. Hvar sköpuðust þessi hugrenningatengsl milli fjölda ferðamanna og þjóðarstolts? Hvenær urðu Íslendingar svona hliðhollir starfsgrein sem grefur undan íslenskunni, afmyndar menningareinkenni höfuðborgarinnar, og er svo skringilega skattlögð að hún skilar sér varla í ríkiskassann? Eins og augljós dæmisaga um gæði umfram magn er massatúrisminn tilefnislaust fagnaðarerindi. Höfundur er listmálari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun