Um orð Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 7. júlí 2023 14:01 Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Hinsegin Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun