Um orð Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 7. júlí 2023 14:01 Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Hinsegin Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun