Twitter hótar lögsókn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 07:39 Elon Musk, eigandi Twitter, segist ekki taka samkeppni illa en að svindl sé ekki í lagi. Getty/Chesnot Samfélagsmiðillinn Twitter hefur hótað samfélagsmiðlafyrirtækinu Meta lögsókn vegna nýs forrits sem kallast Threads eða „Þræðir“. Segir Twitter að uppbygging miðilsins gangi í berhögg við höfundarrétt þess. Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Í bréfi lögfræðings Twitter til Meta segir að Twitter hafi notfært sér höfundarverk og trúnaðarupplýsingar af ásettu ráði og ráðið tugi fyrrverandi starfsmanna Twitter til starfa við þróun forritsins. „Twitter mun leita réttar síns vegna hugverka sinna og krefst þess að Meta grípi tafarlaust til aðgerða til að hætta að nota viðskiptaleyndarmál eða aðrar trúnaðarupplýsingar,“ segir í bréfinu. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Elon Musk, eigandi Twitter, sagði í færslu á eigin miðli í gær að samkeppni væri í lagi en svindl væri það ekki. Competition is fine, cheating is not— Elon Musk (@elonmusk) July 6, 2023 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Meta Twitter Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Í bréfi lögfræðings Twitter til Meta segir að Twitter hafi notfært sér höfundarverk og trúnaðarupplýsingar af ásettu ráði og ráðið tugi fyrrverandi starfsmanna Twitter til starfa við þróun forritsins. „Twitter mun leita réttar síns vegna hugverka sinna og krefst þess að Meta grípi tafarlaust til aðgerða til að hætta að nota viðskiptaleyndarmál eða aðrar trúnaðarupplýsingar,“ segir í bréfinu. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Elon Musk, eigandi Twitter, sagði í færslu á eigin miðli í gær að samkeppni væri í lagi en svindl væri það ekki. Competition is fine, cheating is not— Elon Musk (@elonmusk) July 6, 2023
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Meta Twitter Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira