Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 08:30 Threads forritið þykir keimlíkt Twitter. Meta Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter. Í umfjöllun BBC um miðilinn kemur fram að hann verði tengdur við Instagram og verði frír í notkun. Af skjáskotum að dæma af hinum nýja miðli verður hann keimlíkur Twitter en rekstur þess miðils hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringurinn og eigandi Twitter, tilkynnti til að mynda síðastliðinn laugardag að hann hefði takmarkað aðgengi notenda þess að tístum. Almennir notendur sem ekki hafa greitt fyrir ákveðin fríðindi á miðlinum fengu þannig einungis að skoða 600 tíst. Bar Musk fyrir sig að það væri til þess að stemma stigu við gagnasöfnun gervigreindarforrita en Musk sagði hundruð fyrirtækja stunda slíka söfnun og sækja þannig hart að samfélagsmiðlinum. Á sama tíma hefur Musk gert notendum Twitter að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem áður var frír, svo sem eins og TweetDeck notendaviðmótið sem gerir notendum kleyft að skoða tugi og jafnvel hundruð tísta á sama tíma. Mark Zuckerberg, eigandi Meta og Elon Musk hafa átt í misalvarlegum orðaskeytingum á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Hafa miðlar líkt og BBC rekið það til ákvörðunar Zuckerberg og félaga í Meta að ýta úr vör Threads samfélagsmiðlinum. Þeir Zuckerberg og Musk hafa meðal annars samþykkt að mætast í slag í boxhring í Las Vegas, en svo virðist vera sem að lítil alvara sé þar á ferð. Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Meta Bandaríkin Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í umfjöllun BBC um miðilinn kemur fram að hann verði tengdur við Instagram og verði frír í notkun. Af skjáskotum að dæma af hinum nýja miðli verður hann keimlíkur Twitter en rekstur þess miðils hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringurinn og eigandi Twitter, tilkynnti til að mynda síðastliðinn laugardag að hann hefði takmarkað aðgengi notenda þess að tístum. Almennir notendur sem ekki hafa greitt fyrir ákveðin fríðindi á miðlinum fengu þannig einungis að skoða 600 tíst. Bar Musk fyrir sig að það væri til þess að stemma stigu við gagnasöfnun gervigreindarforrita en Musk sagði hundruð fyrirtækja stunda slíka söfnun og sækja þannig hart að samfélagsmiðlinum. Á sama tíma hefur Musk gert notendum Twitter að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem áður var frír, svo sem eins og TweetDeck notendaviðmótið sem gerir notendum kleyft að skoða tugi og jafnvel hundruð tísta á sama tíma. Mark Zuckerberg, eigandi Meta og Elon Musk hafa átt í misalvarlegum orðaskeytingum á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Hafa miðlar líkt og BBC rekið það til ákvörðunar Zuckerberg og félaga í Meta að ýta úr vör Threads samfélagsmiðlinum. Þeir Zuckerberg og Musk hafa meðal annars samþykkt að mætast í slag í boxhring í Las Vegas, en svo virðist vera sem að lítil alvara sé þar á ferð.
Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Meta Bandaríkin Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira