Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 08:30 Threads forritið þykir keimlíkt Twitter. Meta Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter. Í umfjöllun BBC um miðilinn kemur fram að hann verði tengdur við Instagram og verði frír í notkun. Af skjáskotum að dæma af hinum nýja miðli verður hann keimlíkur Twitter en rekstur þess miðils hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringurinn og eigandi Twitter, tilkynnti til að mynda síðastliðinn laugardag að hann hefði takmarkað aðgengi notenda þess að tístum. Almennir notendur sem ekki hafa greitt fyrir ákveðin fríðindi á miðlinum fengu þannig einungis að skoða 600 tíst. Bar Musk fyrir sig að það væri til þess að stemma stigu við gagnasöfnun gervigreindarforrita en Musk sagði hundruð fyrirtækja stunda slíka söfnun og sækja þannig hart að samfélagsmiðlinum. Á sama tíma hefur Musk gert notendum Twitter að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem áður var frír, svo sem eins og TweetDeck notendaviðmótið sem gerir notendum kleyft að skoða tugi og jafnvel hundruð tísta á sama tíma. Mark Zuckerberg, eigandi Meta og Elon Musk hafa átt í misalvarlegum orðaskeytingum á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Hafa miðlar líkt og BBC rekið það til ákvörðunar Zuckerberg og félaga í Meta að ýta úr vör Threads samfélagsmiðlinum. Þeir Zuckerberg og Musk hafa meðal annars samþykkt að mætast í slag í boxhring í Las Vegas, en svo virðist vera sem að lítil alvara sé þar á ferð. Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Meta Bandaríkin Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í umfjöllun BBC um miðilinn kemur fram að hann verði tengdur við Instagram og verði frír í notkun. Af skjáskotum að dæma af hinum nýja miðli verður hann keimlíkur Twitter en rekstur þess miðils hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið. Elon Musk, milljarðamæringurinn og eigandi Twitter, tilkynnti til að mynda síðastliðinn laugardag að hann hefði takmarkað aðgengi notenda þess að tístum. Almennir notendur sem ekki hafa greitt fyrir ákveðin fríðindi á miðlinum fengu þannig einungis að skoða 600 tíst. Bar Musk fyrir sig að það væri til þess að stemma stigu við gagnasöfnun gervigreindarforrita en Musk sagði hundruð fyrirtækja stunda slíka söfnun og sækja þannig hart að samfélagsmiðlinum. Á sama tíma hefur Musk gert notendum Twitter að greiða fyrir ýmsa þjónustu sem áður var frír, svo sem eins og TweetDeck notendaviðmótið sem gerir notendum kleyft að skoða tugi og jafnvel hundruð tísta á sama tíma. Mark Zuckerberg, eigandi Meta og Elon Musk hafa átt í misalvarlegum orðaskeytingum á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Hafa miðlar líkt og BBC rekið það til ákvörðunar Zuckerberg og félaga í Meta að ýta úr vör Threads samfélagsmiðlinum. Þeir Zuckerberg og Musk hafa meðal annars samþykkt að mætast í slag í boxhring í Las Vegas, en svo virðist vera sem að lítil alvara sé þar á ferð.
Facebook Twitter Samfélagsmiðlar Meta Bandaríkin Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira