Fyrsta sakfelling stjórnarmanns VW í útblásturshneykslinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 14:10 Rupert Stadler var forstjóri Audi, eins vörumerkja Volkswagen. Hann var ákærður fyrir svik og blekkingar um útblástur bíla sem framleiðandinn seldi. AP/Matthias Schrader Rupert Stadler, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Audi, varð fyrsti stjórnarmaður Volkswagen til þess að hljóta dóm í útblásturshneykslinu sem skók þýskan bílaiðnað þegar hann var fundinn sekur um svik í dag. Hann hlaut skilorðbundinn fangelsisdóm og dæmdur til að greiða háa sekt. Stadler játaði sig sekan um að hafa haldið áfram að selja bíla sem menguðu meira en gefið var upp, jafnvel eftir að ljóstrað var upp um blekkingar Volkswagen Group, móðurfélags Audi. Bílaframleiðandinn notaði sérstakan hugbúnað sem dró úr útblæstri dísilbíla tímabundið á meðan eftirlitsaðilar skoðuðu þá. Héraðsdómstóll í München dæmdi Stadler í 21 mánaðar fangelsi skilorðsbundið og til þess að greiða 1,1 milljón evra í sekt, að sögn Reuters. Stadler neitaði upphaflega sök. Hann hafi ekki vitað af blekkingunum og að viðskiptavinir hefðu borið skaða af. Viðurkenndi hann þó að það væri mögulegt og að hann hefði átt að gæta sín betur. Þrír lægra settir millistjórnendur gerðu einnig sátt við saksóknara í málinu. Volkswagen hefur samtals þurft að greiða meira en þrjátíu milljarða dollara í sektir og sáttir vegna blekkinga sinna. Tveir stjórnendur fyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa hlotið fangelsisdóma. Mál vofa enn yfir öðrum stjórnendum Volkswagen, þar á meðal Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóra samstæðunnar. Dráttur hefur orðið á máli hans vegna veikinda hans. Útblásturshneyksli Volkswagen Þýskaland Bílar Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. 9. júní 2021 11:41 Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. 25. maí 2020 11:13 Fyrrverandi forstjóri Audi ákærður vegna útblásturssvindlsins Rupert Stadler er talinn hafa vitað af svindli á útblástursprófum en aðhafst ekkert. Hann er ákærður fyrir svik og falskar auglýsingar. 31. júlí 2019 09:59 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Stadler játaði sig sekan um að hafa haldið áfram að selja bíla sem menguðu meira en gefið var upp, jafnvel eftir að ljóstrað var upp um blekkingar Volkswagen Group, móðurfélags Audi. Bílaframleiðandinn notaði sérstakan hugbúnað sem dró úr útblæstri dísilbíla tímabundið á meðan eftirlitsaðilar skoðuðu þá. Héraðsdómstóll í München dæmdi Stadler í 21 mánaðar fangelsi skilorðsbundið og til þess að greiða 1,1 milljón evra í sekt, að sögn Reuters. Stadler neitaði upphaflega sök. Hann hafi ekki vitað af blekkingunum og að viðskiptavinir hefðu borið skaða af. Viðurkenndi hann þó að það væri mögulegt og að hann hefði átt að gæta sín betur. Þrír lægra settir millistjórnendur gerðu einnig sátt við saksóknara í málinu. Volkswagen hefur samtals þurft að greiða meira en þrjátíu milljarða dollara í sektir og sáttir vegna blekkinga sinna. Tveir stjórnendur fyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa hlotið fangelsisdóma. Mál vofa enn yfir öðrum stjórnendum Volkswagen, þar á meðal Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóra samstæðunnar. Dráttur hefur orðið á máli hans vegna veikinda hans.
Útblásturshneyksli Volkswagen Þýskaland Bílar Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. 9. júní 2021 11:41 Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. 25. maí 2020 11:13 Fyrrverandi forstjóri Audi ákærður vegna útblásturssvindlsins Rupert Stadler er talinn hafa vitað af svindli á útblástursprófum en aðhafst ekkert. Hann er ákærður fyrir svik og falskar auglýsingar. 31. júlí 2019 09:59 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. 9. júní 2021 11:41
Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. 25. maí 2020 11:13
Fyrrverandi forstjóri Audi ákærður vegna útblásturssvindlsins Rupert Stadler er talinn hafa vitað af svindli á útblástursprófum en aðhafst ekkert. Hann er ákærður fyrir svik og falskar auglýsingar. 31. júlí 2019 09:59