Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Meike Witt og Birta Flókadóttir skrifa 23. júní 2023 16:31 Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar