Hæglæti, forvörn gegn kulnun, ofstreitu og hraða Þóra Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 15:01 Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun