Isavia semur um uppbyggingu hleðslustöðva í Keflavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 13:17 Báðir aðilar lýsa yfir ánægju með samninginn um rafhleðslustöðvar en segja að um langtímasamning sé að ræða. Isavia Fulltrúar Isavia og HS Orku hafa skrifað undir samning um uppsetningu á fjölda hleðslustöðva fyrir rafbíla á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að um langtíma verkefni sé að ræða. Segir þar að nýjar hleðslustöðvar verði byggðar fyrir farartæki Isavia og annarrar rekstraraðila á vellinum og einnig fyrir starfsfólk fyrirtækjanna en auk þess verða eldri hleðslustöðvar uppfærðar eða þeim skipt út. Nýju stöðvarnar verða allt að 100 AC hleðslustöðvar og allt að 10 DC hraðhleðslustöðvar. Samkvæmt samningnum sér HS Orka um uppsetningu og viðhald hleðslustöðvanna sem Isavia leigir af félaginu. Þá heldur HS Orka einnig utan um notkun hleðslustöðvanna og hvernig hún skiptist milli aðila. Samningurinn er gerður á grundvelli verðfyrirspurnar sem gerð var á útboðsvef Isavia í byrjun þessa árs. „Við hjá Isavia erum afar ánægð að hafa náð þessu samkomulagi við HS Orku,“ er haft eftir Gunnari Inga Hafsteinssyni, deildarstjóra bílastæðaþjónustu hjá Isavia. „Um langtímaframkvæmd er að ræða og þegar henni er lokið verðum við komin með nýjar hleðslustöðvar fyrir farartæki starfsfólks og fyrirtækja á flugvallarsvæðinu. Þetta hjálpar okkur að ná markmiði okkar um kolefnaleysi í eigin rekstri á Keflavíkurflugvelli fyrir árið 2030.“ Hleðslustöðvar verða víða á flugvellinum að verki loknu. Isavia Uppfæra hleðslustöðvar á P2 skammtímastæðum fyrst Gunnar Ingi segir að fyrsta verkefnið samkvæmt samningnum verði að uppfæra hraðhleðslustöðvar sem fyrir séu fyrir farþega á P2 skammtímastæðum flugvallarins komu megin. Því næst verði skipt út þeim hleðslustöðvum á svæðinu sem þarfnist uppfærslu. Síðan verði ráðist í uppsetningu nýrra stöðva fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Framtíðarskrefið sé svo að bæta rafhleðslu fyrir farþega. „Við hjá HS Orku erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi með Isavia,” segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. „Að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað hjá Isavia og um leið bjóða lausnir sem auka aðgengi að hleðslustöðvum er mikilvægt verkefni. Isavia er að gera gangskör í hleðslumálum hjá sér og við vonum að notkun rafbíla muni enn aukast hjá starfsmönnum og rekstraraðilum í framhaldi af þessu.“ Orkumál Keflavíkurflugvöllur Orkuskipti Bílastæði Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Segir þar að nýjar hleðslustöðvar verði byggðar fyrir farartæki Isavia og annarrar rekstraraðila á vellinum og einnig fyrir starfsfólk fyrirtækjanna en auk þess verða eldri hleðslustöðvar uppfærðar eða þeim skipt út. Nýju stöðvarnar verða allt að 100 AC hleðslustöðvar og allt að 10 DC hraðhleðslustöðvar. Samkvæmt samningnum sér HS Orka um uppsetningu og viðhald hleðslustöðvanna sem Isavia leigir af félaginu. Þá heldur HS Orka einnig utan um notkun hleðslustöðvanna og hvernig hún skiptist milli aðila. Samningurinn er gerður á grundvelli verðfyrirspurnar sem gerð var á útboðsvef Isavia í byrjun þessa árs. „Við hjá Isavia erum afar ánægð að hafa náð þessu samkomulagi við HS Orku,“ er haft eftir Gunnari Inga Hafsteinssyni, deildarstjóra bílastæðaþjónustu hjá Isavia. „Um langtímaframkvæmd er að ræða og þegar henni er lokið verðum við komin með nýjar hleðslustöðvar fyrir farartæki starfsfólks og fyrirtækja á flugvallarsvæðinu. Þetta hjálpar okkur að ná markmiði okkar um kolefnaleysi í eigin rekstri á Keflavíkurflugvelli fyrir árið 2030.“ Hleðslustöðvar verða víða á flugvellinum að verki loknu. Isavia Uppfæra hleðslustöðvar á P2 skammtímastæðum fyrst Gunnar Ingi segir að fyrsta verkefnið samkvæmt samningnum verði að uppfæra hraðhleðslustöðvar sem fyrir séu fyrir farþega á P2 skammtímastæðum flugvallarins komu megin. Því næst verði skipt út þeim hleðslustöðvum á svæðinu sem þarfnist uppfærslu. Síðan verði ráðist í uppsetningu nýrra stöðva fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Framtíðarskrefið sé svo að bæta rafhleðslu fyrir farþega. „Við hjá HS Orku erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi með Isavia,” segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. „Að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað hjá Isavia og um leið bjóða lausnir sem auka aðgengi að hleðslustöðvum er mikilvægt verkefni. Isavia er að gera gangskör í hleðslumálum hjá sér og við vonum að notkun rafbíla muni enn aukast hjá starfsmönnum og rekstraraðilum í framhaldi af þessu.“
Orkumál Keflavíkurflugvöllur Orkuskipti Bílastæði Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira