Viðskipti innlent

Isavia semur um upp­byggingu hleðslu­stöðva í Kefla­vík

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Báðir aðilar lýsa yfir ánægju með samninginn um rafhleðslustöðvar en segja að um langtímasamning sé að ræða.
Báðir aðilar lýsa yfir ánægju með samninginn um rafhleðslustöðvar en segja að um langtímasamning sé að ræða. Isavia

Full­trúar Isavia og HS Orku hafa skrifað undir samning um upp­setningu á fjölda hleðslu­stöðva fyrir raf­bíla á Kefla­víkur­flug­velli. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem segir að um lang­tíma verk­efni sé að ræða.

Segir þar að nýjar hleðslu­stöðvar verði byggðar fyrir farar­tæki Isavia og annarrar rekstrar­aðila á vellinum og einnig fyrir starfs­fólk fyrir­tækjanna en auk þess verða eldri hleðslu­stöðvar upp­færðar eða þeim skipt út. Nýju stöðvarnar verða allt að 100 AC hleðslu­stöðvar og allt að 10 DC hrað­hleðslu­stöðvar.

Sam­kvæmt samningnum sér HS Orka um upp­setningu og við­hald hleðslu­stöðvanna sem Isavia leigir af fé­laginu. Þá heldur HS Orka einnig utan um notkun hleðslu­stöðvanna og hvernig hún skiptist milli aðila. Samningurinn er gerður á grund­velli verð­fyrir­spurnar sem gerð var á út­boðsvef Isavia í byrjun þessa árs.

„Við hjá Isavia erum afar á­nægð að hafa náð þessu sam­komu­lagi við HS Orku,“ er haft eftir Gunnari Inga Haf­steins­syni, deildar­stjóra bíla­stæða­þjónustu hjá Isavia.

„Um lang­tíma­fram­kvæmd er að ræða og þegar henni er lokið verðum við komin með nýjar hleðslu­stöðvar fyrir farar­tæki starfs­fólks og fyrir­tækja á flug­vallar­svæðinu. Þetta hjálpar okkur að ná mark­miði okkar um kol­efna­leysi í eigin rekstri á Kefla­víkur­flug­velli fyrir árið 2030.“

Hleðslustöðvar verða víða á flugvellinum að verki loknu. Isavia

Uppfæra hleðslustöðvar á P2 skammtímastæðum fyrst

Gunnar Ingi segir að fyrsta verk­efnið sam­kvæmt samningnum verði að upp­færa hrað­hleðslu­stöðvar sem fyrir séu fyrir far­þega á P2 skamm­tíma­stæðum flug­vallarins komu megin. Því næst verði skipt út þeim hleðslu­stöðvum á svæðinu sem þarfnist upp­færslu. Síðan verði ráðist í upp­setningu nýrra stöðva fyrir starfs­fólk og fyrir­tæki. Fram­tíðar­skrefið sé svo að bæta raf­hleðslu fyrir far­þega.

„Við hjá HS Orku erum mjög spennt fyrir þessu sam­starfi með Isavia,” segir Jóhann Snorri Sigur­bergs­son, for­stöðu­maður við­skipta­þróunar hjá HS Orku. „Að fá tæki­færi til að taka þátt í þeirri upp­byggingu sem á sér stað hjá Isavia og um leið bjóða lausnir sem auka að­gengi að hleðslu­stöðvum er mikil­vægt verk­efni. Isavia er að gera gang­skör í hleðslu­málum hjá sér og við vonum að notkun raf­bíla muni enn aukast hjá starfs­mönnum og rekstrar­aðilum í fram­haldi af þessu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×