Raforkuþurrð eða léleg forgangsröðun? Þorgerður María Þorbjarnardóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 21. júní 2023 13:00 „Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Orkumál Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?“ Þetta er það fyrsta sem kemur upp á vefnum orkuskipti.is. Við sem höfum kallað eftir aðgerðum í þágu loftslagsmála tökum heilshugar undir að stefna eigi að því að hætta alfarið notkun á olíu. Orðræða Samtaka Iðnaðarins og Samorku hafa verið á þann veginn að flöskuhálsinn sé raforkuþurrð og mikið er kallað eftir aukinni raforkuframleiðslu í þágu loftslagsmála. Þetta er hins vegar ekki í samræmi við það sem við sjáum raungerast um þessar mundir varðandi ráðstöfun á raforku.Viðskiptablaðið greindi frá því 8. júní sl. að Verne Global hafi ákveðið að tvöfalda áætlaða fjárfestingu í gagnaveri sínu í Reykjanesbæ fram til ársins 2027. Stefnt er að því að að orkunotkunin fari úr 40 megavöttum (MW) af uppsettu afli í yfir 96 MW. Síðan staðfestir forstjóri Landsvirkjunar að 120 MW sé ráðstafað í rafmynntagröft, meiri orku en öll heimili landsins nota til samans. Hvers vegna er þessu rafmagni forgangsraðað í gagnaver og rafmynntagröft en ekki í orkuskiptin sem er yfirlýst forgangsmál stjórnvalda? Hvað kemur til að hægt sé að ráðstafa 120 MW í rafmyntagröft á sama tíma og talað er um orkuþurrð? Í ljósi neyðarástands í loftslagsmálum og yfirlýsinga um hröð orkuskipti ætti að liggja beint við að sé orkan fyrir hendi væri henni ráðstafað í orkuskipti. Orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en það eru líka margar aðrar breytingar sem snúa ekki að orkumálum sem þurfa að eiga sér stað til taka almennilega á loftslagsvandanum. Þessi staðreynd er eitthvað sem stjórnvöld virðast rétt svo vera að átta sig á núna en til þessa hafa orkuskiptin verið nánast það eina sem þau einblína á. Stórauka þarf áhersluna á samdrátt í losun frá landbúnaði, ferðaþjónustu, neyslu, ósjálfbærri landnotkun og byggingariðnaðinum svo eitthvað sé nefnt. Aðkoma atvinnulífsins mikilvæg en vantar aukinn metnað Það er gríðarlega mikilvægt að atvinnulífið komi með í þessa vegferð sem við sem samfélag þurfum að ganga í gegn um á allra næstu árum til að draga hratt og örugglega úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru nýútgefnir loftslagsvegvísar atvinnulífsins skref í rétta átt. Hins vegar vekur það athygli að áætlaður samdráttur af vegvísunum er aðeins nefndur í 3 af 11 atvinnugeirum og ekkert heildarmat á áætluðum samdrætti er lagt fram. Við söknum þess mjög í þessum vegvísum að tekið séfram hvernig hver geiri fyrir sig stefnir að því að draga úr losun sinni með tölusettum markmiðum. Þessu þarf að bæta úr strax til að hægt sé að sjá hvaða breytinga er þörf á til að ná markmiðum og skuldbindingum. Svo þarf strax að ráðast í þær breytingar. Líklegt er að geirarnir þurfi að ráðast í dýpri kerfisbreytingar heldur en núverandi loftslagsvegvísar þeirra boða. Það mun ekki duga að halda áfram “business as usual” með smá breytingum hér og þar heldur þarf mjög líklega að umbreyta heilu atvinnugreinunum til að þær geti dregið nóg úr losun og á nógu stuttum tíma. Við krefjumst þess af stjórnvöldum og atvinnulífinu að spýta í lófana og ráðast í fullnægjandi aðgerðir í öllum geirum sem eru í samræmi við samdráttinn sem þarf að eiga sér stað strax á næstu örfáu árum. Við höfum beðið lengi eftir nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda og þarf hún, ásamt uppfærðum loftslagsmarkmiðum- og aðgerðum atvinnugeirana, að koma ekki seinna en í haust. Höfundar eru formenn Landverndar og Ungra umhverfissinna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun