Að rækta kjöt: Matur framtíðarinnar Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2023 08:01 Umhverfisáhrif hefðbundinnar kjötframleiðslu eru sláandi. Framleiðslan krefst sífellt meira landssvæðis og því eru skógar ruddir og votlendi ræst fram, sem gerir það að verkum að vistkerfi eyðast, kolefnisbinding minnkar og magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu stóreykst. Framleiðsla dýraafurða veldur margföldum umhverfisáhrifum á við framleiðslu plöntuafurða og ferlið einkennist því miður af sóun. Að stærstum hluta fer allt það gríðarlega landsvæði sem mannkynið notar til kjötframleiðslu í að framleiða fóður handa dýrunum og einungis brot af fóðrinu verður á endanum að kjöti. Þá krefst hefðbundin kjötframleiðsla þess að dýr séu drepin, sem æ fleirum hugnast illa. En öll þurfum við mat og kjötneysla er ríkur þáttur í mataræði heimsbyggðarinnar. Áætlað er að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um 35-56% fyrir miðja öldina, miðað við 2010. Ef þeirri eftirspurn verður mætt með óbreyttum aðferðum í kjötframleiðslu er ákaflega óraunhæft að markmið um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráðu marka, hvað þá einnar og hálfrar gráðu, muni nást. Matur og nýsköpun Byltingarkenndar breytingar á framleiðslu og neyslu kjöts verða að eiga sér stað og við þurfum fjölbreyttar nálganir. Það er alls ekki lögmál að kjötframleiðsla þurfi að leiða til slæmra umhverfisáhrifa. Þvert á móti getur öll fæðuframleiðsla, þ.m.t. framleiðsla á kjöti, beinlínis falið í sér lykillausnir á umhverfisvanda mannkynsins, sé hún stunduð í sátt við umhverfið. Um árabil hefur fjöldi fyrirtækja um heim allan unnið að því að þróa aðferðir til þess að framleiða kjöt með vistvænni hætti en gert hefur verið og án þess að drepa dýr. Á íslensku er slíkt kjöt kallað vistkjöt (cultivated meat). Einn af þeim þáttum sem eru nauðsynlegir í vistkjötsframleiðslu eru prótín sem kallast vaxtarþættir og hefur ORF Líftækni þróað kerfi byggt á byggplöntum sem hentar vel til þess að búa til vaxtarþætti fyrir vistkjötsframleiðslu. Þá er hægt að nota til þess að rækta allar þær tegundir kjöts sem fólk girnist, hvort sem það er svínakjöt, kjúklingur, naut eða akurhæna. Eitt kíló af vaxtarþáttum getur orðið að þúsundum tonna af kjöti, án þess að nokkurt dýr deyi, votlendi sé ræst fram, vistkerfum eytt eða skóglendi rutt. Ferlið er innblásið af náttúrunni sjálfri. Prótín vex í náttúrunni. Vöðvar vaxa. Í stað þess að rækta kjöt með því að ala kjúklinga í þröngum búrum, eða svín í stíum, og láta vöðvana vaxa þar á beinum dýranna með fóðurblöndum, hefur aðferð verið hönnuð til þess að láta einungis vöðvana vaxa, eina og sér í lokuðum tönkum. Kjötið er það sama, nema ef vera skildi hreinna — því ekki þarf t.d. sýklalyf við þessa framleiðslu — og bragðið og áferðin er sambærileg. Matur og tilfinningar Það hefur sjaldan verið brýnna en nú, þegar mannkynið stendur frammi fyrir ógnarstórum umhverfisvanda, að leita lausna og nýrra leiða. Breytingar eru fylgifiskur þess að finna nýjar leiðir og víða kann andstaðan við nýjar aðferðir að vera mikil. Hefðir eru sterkar og hagsmunir eru oft samofnir hefðunum. Tilfinningar geta líka verið djúpar, ekki síst þegar kemur að mat. Við þurfum að sýna gagnrýnisröddum og mótbárum skilning og reyna að efla samtalið á grunni upplýsinga. Það er líka ákaflega mikilvægt að öllum varúðarsjónarmiðum sé mætt, því öll matvæli þurfa að vera örugg, hvort sem um vistkjöt eða aðra fæðu er að ræða. Með hugviti og sköpunarkrafti getum við náð árangri í viðureigninni við sívaxandi umhverfisvá. Í þeirri baráttu þarf að efla fjölbreyttar aðferðir, fagna nýjum nálgunum og halda opnum huga. Það er líka áríðandi að hafa í huga að tækniþróun kemur ekki í staðinn fyrir þær hugarfars- og kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í samfélaginu. Þær þurfa að fela í sér að við minnkum hvers konar sóun og að við bæði fögnum og tileinkum okkur vistvænni framleiðslu- og neysluhætti á öllum sviðum. Það eru spennandi og krefjandi tímar framundan hjá ORF Líftækni og í matvælaiðnaði heimsins. Við erum staðráðin í því, í krafti nýsköpunar og þekkingar og á grunni virðingar fyrir náttúrunni, að leggja okkar af mörkum í þágu komandi kynslóða, umhverfisins og mataröryggis framtíðarinnar. Höfundur er forstýra ORF Líftækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisáhrif hefðbundinnar kjötframleiðslu eru sláandi. Framleiðslan krefst sífellt meira landssvæðis og því eru skógar ruddir og votlendi ræst fram, sem gerir það að verkum að vistkerfi eyðast, kolefnisbinding minnkar og magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu stóreykst. Framleiðsla dýraafurða veldur margföldum umhverfisáhrifum á við framleiðslu plöntuafurða og ferlið einkennist því miður af sóun. Að stærstum hluta fer allt það gríðarlega landsvæði sem mannkynið notar til kjötframleiðslu í að framleiða fóður handa dýrunum og einungis brot af fóðrinu verður á endanum að kjöti. Þá krefst hefðbundin kjötframleiðsla þess að dýr séu drepin, sem æ fleirum hugnast illa. En öll þurfum við mat og kjötneysla er ríkur þáttur í mataræði heimsbyggðarinnar. Áætlað er að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um 35-56% fyrir miðja öldina, miðað við 2010. Ef þeirri eftirspurn verður mætt með óbreyttum aðferðum í kjötframleiðslu er ákaflega óraunhæft að markmið um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráðu marka, hvað þá einnar og hálfrar gráðu, muni nást. Matur og nýsköpun Byltingarkenndar breytingar á framleiðslu og neyslu kjöts verða að eiga sér stað og við þurfum fjölbreyttar nálganir. Það er alls ekki lögmál að kjötframleiðsla þurfi að leiða til slæmra umhverfisáhrifa. Þvert á móti getur öll fæðuframleiðsla, þ.m.t. framleiðsla á kjöti, beinlínis falið í sér lykillausnir á umhverfisvanda mannkynsins, sé hún stunduð í sátt við umhverfið. Um árabil hefur fjöldi fyrirtækja um heim allan unnið að því að þróa aðferðir til þess að framleiða kjöt með vistvænni hætti en gert hefur verið og án þess að drepa dýr. Á íslensku er slíkt kjöt kallað vistkjöt (cultivated meat). Einn af þeim þáttum sem eru nauðsynlegir í vistkjötsframleiðslu eru prótín sem kallast vaxtarþættir og hefur ORF Líftækni þróað kerfi byggt á byggplöntum sem hentar vel til þess að búa til vaxtarþætti fyrir vistkjötsframleiðslu. Þá er hægt að nota til þess að rækta allar þær tegundir kjöts sem fólk girnist, hvort sem það er svínakjöt, kjúklingur, naut eða akurhæna. Eitt kíló af vaxtarþáttum getur orðið að þúsundum tonna af kjöti, án þess að nokkurt dýr deyi, votlendi sé ræst fram, vistkerfum eytt eða skóglendi rutt. Ferlið er innblásið af náttúrunni sjálfri. Prótín vex í náttúrunni. Vöðvar vaxa. Í stað þess að rækta kjöt með því að ala kjúklinga í þröngum búrum, eða svín í stíum, og láta vöðvana vaxa þar á beinum dýranna með fóðurblöndum, hefur aðferð verið hönnuð til þess að láta einungis vöðvana vaxa, eina og sér í lokuðum tönkum. Kjötið er það sama, nema ef vera skildi hreinna — því ekki þarf t.d. sýklalyf við þessa framleiðslu — og bragðið og áferðin er sambærileg. Matur og tilfinningar Það hefur sjaldan verið brýnna en nú, þegar mannkynið stendur frammi fyrir ógnarstórum umhverfisvanda, að leita lausna og nýrra leiða. Breytingar eru fylgifiskur þess að finna nýjar leiðir og víða kann andstaðan við nýjar aðferðir að vera mikil. Hefðir eru sterkar og hagsmunir eru oft samofnir hefðunum. Tilfinningar geta líka verið djúpar, ekki síst þegar kemur að mat. Við þurfum að sýna gagnrýnisröddum og mótbárum skilning og reyna að efla samtalið á grunni upplýsinga. Það er líka ákaflega mikilvægt að öllum varúðarsjónarmiðum sé mætt, því öll matvæli þurfa að vera örugg, hvort sem um vistkjöt eða aðra fæðu er að ræða. Með hugviti og sköpunarkrafti getum við náð árangri í viðureigninni við sívaxandi umhverfisvá. Í þeirri baráttu þarf að efla fjölbreyttar aðferðir, fagna nýjum nálgunum og halda opnum huga. Það er líka áríðandi að hafa í huga að tækniþróun kemur ekki í staðinn fyrir þær hugarfars- og kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í samfélaginu. Þær þurfa að fela í sér að við minnkum hvers konar sóun og að við bæði fögnum og tileinkum okkur vistvænni framleiðslu- og neysluhætti á öllum sviðum. Það eru spennandi og krefjandi tímar framundan hjá ORF Líftækni og í matvælaiðnaði heimsins. Við erum staðráðin í því, í krafti nýsköpunar og þekkingar og á grunni virðingar fyrir náttúrunni, að leggja okkar af mörkum í þágu komandi kynslóða, umhverfisins og mataröryggis framtíðarinnar. Höfundur er forstýra ORF Líftækni.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun