Viltu lægri vexti? Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 19. júní 2023 16:01 Ekki er ýkja langt síðan Ísland var eitt fátækasta land Evrópu. Nú búa Íslendingar hins vegar við einhver bestu lífskjör sem þekkst hafa í sögu mannkyns og mælast meðallaun hér nú þau hæstu í heimi. Þó velmegun hér sé ein sú mesta sem þekkist á heimsvísu hefur verðbólgan reynst okkur erfiður ljár í þúfu. Afleiðingin hefur verið hátt vaxtastig sem sligar skuldsett heimili og hamlar fjárfestingu. Iðulega spretta upp spurningar um það af hverju við getum ekki verið líkari norrænum nágrönnum okkar þegar kemur að efnahagsumhverfinu. Á umliðnum áratugum hefur verðbólga verið töluvert minni og vaxtastig lægra á hinum Norðurlöndunum. Hvað gæti skýrt þennan mun? Af hverju er Ísland sérstakt? Ísland er auðvitað sérstakt að mörgu leyti en rauði þráðurinn í okkar efnahagslífi undanfarna áratugi hefur verið hið séríslenska kjarasamningalíkan. Utan Þjóðarsáttarinnar 1990 hefur reynst erfitt að ná sameiginlegri sýn á þær efnahagslegu forsendur sem samið er út frá, og þá sérílagi hvert svigrúm atvinnulífsins til launahækkana er hverju sinni. Vegna þessa hafa launahækkanir á Íslandi lengi verið í sérflokki, eða um 2x-4x meiri en gengur og gerist í samanburðarlöndunum. Laun eru einn stærsti kostnaðarliður flestra fyrirtækja og því geta niðurstöður kjarasamninga haft veruleg áhrif á atvinnurekstur og þær ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækja. Það gefur auga leið að þegar kostnaðarliðir hækka þarf jafnan að hagræða og/eða hækka verð til að tryggja jákvæða afkomu, að öðru óbreyttu. Þetta er gömul saga og ný. Hvort sem horft er til tímabils heimsfaraldurs eða meira en þrjá áratugi aftur í tímann má sjá að launahækkanir hafa nánast alltaf verið langt umfram það sem þekkist í öllum öðrum löndum í kringum okkur. Skýrist þetta af því að hagvöxtur og framleiðni hér á landi sé þeim mun meiri en í þessum löndum? Svo er ekki. Þó hagvöxtur sé sveiflukenndari hér en í stærri löndum þá hefur hagvöxtur á mann að raunvirði verið á pari við nágrannalöndin, og raunar talsvert minni á tímabili heimsfaraldurs. Það er því engin efnahagsleg innistæða fyrir þeim miklu launahækkunum sem verið hafa hér á landi á undanförnum árum. Launahækkanir umfram verðmætasköpun leiða til verðbólgu Athygli vakti á árinu 2022 að virkja átti svokallaðan hagvaxtarauka vegna þess hagvaxtar sem mældist árið 2021 eftir einn skarpasta efnahagssamdrátt Íslandssögunnar árið á undan. Samtök atvinnulífsins færðu á sínum tíma rök fyrir því að þessi mikli kostnaðarauki myndi skila sér í hærra verðlagi og hærra vaxtastigi þar sem geta fyrirtækjanna til að taka á sig stóraukinn kostnað á þessum tíma væri takmörkuð. Eftirfarandi varnaðarorð voru viðhöfð í mars 2022: “Samtök atvinnulífsins hafa varað við því að hagvaxtarákvæði Lífskjarasamningsins komi til framkvæmda, enda fyrirtækin ekki í stakk búin til að taka á sig frekari launahækkanir. Hækkun launa 1. janúar sl. var langt umfram svigrúm atvinnulífsins vegna breyttra forsenda og hefur haft hvetjandi áhrif á verðbólgu og vexti. Seðlabankinn hefur varað við vaxandi verðbólgu vegna ósjálfbærra launahækkana sem kalli á hækkun stýrivaxta bankans. Samtök atvinnulífsins fóru þess á leit við verkalýðshreyfinguna sl. haust og aftur nú í mars að gert yrði samkomulag um að hagvaxtarauki komi ekki til framkvæmda. Því var hafnað með öllu.” Seðlabankinn tók í sama streng og framkvæmdi raunar ítarlega greiningu á efnahagslegum áhrifum hagvaxtarauka í þáverandi efnahagsumhverfi. Niðurstaðan gaf til kynna að frekari launahækkanir myndu enda í verðlaginu, sem myndi svo leiða til hærri stýrivaxta og þannig þurrka út ávinning hagvaxtaraukans fyrir launafólk. Skemmst er frá því að segja að frá þessum varnaðarorðum hafa laun hækkað um 11%, en það hefur verðlag einnig gert og er kaupáttaraukning þessara launahækkana því engin. Að auki eru meginvextir Seðlabankans nú heilum sex prósentustigum hærri en þá. Verðbólga og vextir haldast í hendur Fari verðbólga á flug er Seðlabankinn tilneyddur að bregðast við með hækkun vaxta. Þó vextir hafi hækkað skarpt að undanförnu erum við hins vegar enn í þeirri óvenjulegu stöðu að raunvextir eru neikvæðir í ofhitnandi hagkerfi. Seðlabankinn mun því neyðast til að hækka vexti enn frekar ef verðbólga og verðbólguvæntingar taka ekki að hjaðna hratt. Nú er svo komið að verðbólguvæntingar eru orðnar of háar og sú hætta að myndast að við reynum (enn og aftur) að bíta í skottið á okkur með kröfum um launahækkanir til að mæta verðbólgu. Við það verður til hin svokallaða víxlverkun hækkandi launa og verðlags. Niðurstaðan mun engu skila í vasa launafólks þegar upp er staðið. Þvert á móti mun síaukinn vaxtakostnaður brenna þar gat og fjárhagur heimilanna mun standa verr en hann hefði gert ef nafnlaunahækkanir hefðu verið minni. Af hverju getum við ekki verið líkari frændum okkar og frænkum á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að umhverfi vaxta og verðbólgu? Svarið felst meðal annars í hinu séríslenska vinnumarkaðslíkani sem einkennst hefur af óskilvirkni og ósamstöðu. Á meðan enginn vilji stendur til að breyta því munum við hjakka áfram í sama fari ósjálfbærra launahækkana með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenskt samfélag. Það sannar núverandi ástand. Varla þarf frekari vitnanna við. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Ekki er ýkja langt síðan Ísland var eitt fátækasta land Evrópu. Nú búa Íslendingar hins vegar við einhver bestu lífskjör sem þekkst hafa í sögu mannkyns og mælast meðallaun hér nú þau hæstu í heimi. Þó velmegun hér sé ein sú mesta sem þekkist á heimsvísu hefur verðbólgan reynst okkur erfiður ljár í þúfu. Afleiðingin hefur verið hátt vaxtastig sem sligar skuldsett heimili og hamlar fjárfestingu. Iðulega spretta upp spurningar um það af hverju við getum ekki verið líkari norrænum nágrönnum okkar þegar kemur að efnahagsumhverfinu. Á umliðnum áratugum hefur verðbólga verið töluvert minni og vaxtastig lægra á hinum Norðurlöndunum. Hvað gæti skýrt þennan mun? Af hverju er Ísland sérstakt? Ísland er auðvitað sérstakt að mörgu leyti en rauði þráðurinn í okkar efnahagslífi undanfarna áratugi hefur verið hið séríslenska kjarasamningalíkan. Utan Þjóðarsáttarinnar 1990 hefur reynst erfitt að ná sameiginlegri sýn á þær efnahagslegu forsendur sem samið er út frá, og þá sérílagi hvert svigrúm atvinnulífsins til launahækkana er hverju sinni. Vegna þessa hafa launahækkanir á Íslandi lengi verið í sérflokki, eða um 2x-4x meiri en gengur og gerist í samanburðarlöndunum. Laun eru einn stærsti kostnaðarliður flestra fyrirtækja og því geta niðurstöður kjarasamninga haft veruleg áhrif á atvinnurekstur og þær ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækja. Það gefur auga leið að þegar kostnaðarliðir hækka þarf jafnan að hagræða og/eða hækka verð til að tryggja jákvæða afkomu, að öðru óbreyttu. Þetta er gömul saga og ný. Hvort sem horft er til tímabils heimsfaraldurs eða meira en þrjá áratugi aftur í tímann má sjá að launahækkanir hafa nánast alltaf verið langt umfram það sem þekkist í öllum öðrum löndum í kringum okkur. Skýrist þetta af því að hagvöxtur og framleiðni hér á landi sé þeim mun meiri en í þessum löndum? Svo er ekki. Þó hagvöxtur sé sveiflukenndari hér en í stærri löndum þá hefur hagvöxtur á mann að raunvirði verið á pari við nágrannalöndin, og raunar talsvert minni á tímabili heimsfaraldurs. Það er því engin efnahagsleg innistæða fyrir þeim miklu launahækkunum sem verið hafa hér á landi á undanförnum árum. Launahækkanir umfram verðmætasköpun leiða til verðbólgu Athygli vakti á árinu 2022 að virkja átti svokallaðan hagvaxtarauka vegna þess hagvaxtar sem mældist árið 2021 eftir einn skarpasta efnahagssamdrátt Íslandssögunnar árið á undan. Samtök atvinnulífsins færðu á sínum tíma rök fyrir því að þessi mikli kostnaðarauki myndi skila sér í hærra verðlagi og hærra vaxtastigi þar sem geta fyrirtækjanna til að taka á sig stóraukinn kostnað á þessum tíma væri takmörkuð. Eftirfarandi varnaðarorð voru viðhöfð í mars 2022: “Samtök atvinnulífsins hafa varað við því að hagvaxtarákvæði Lífskjarasamningsins komi til framkvæmda, enda fyrirtækin ekki í stakk búin til að taka á sig frekari launahækkanir. Hækkun launa 1. janúar sl. var langt umfram svigrúm atvinnulífsins vegna breyttra forsenda og hefur haft hvetjandi áhrif á verðbólgu og vexti. Seðlabankinn hefur varað við vaxandi verðbólgu vegna ósjálfbærra launahækkana sem kalli á hækkun stýrivaxta bankans. Samtök atvinnulífsins fóru þess á leit við verkalýðshreyfinguna sl. haust og aftur nú í mars að gert yrði samkomulag um að hagvaxtarauki komi ekki til framkvæmda. Því var hafnað með öllu.” Seðlabankinn tók í sama streng og framkvæmdi raunar ítarlega greiningu á efnahagslegum áhrifum hagvaxtarauka í þáverandi efnahagsumhverfi. Niðurstaðan gaf til kynna að frekari launahækkanir myndu enda í verðlaginu, sem myndi svo leiða til hærri stýrivaxta og þannig þurrka út ávinning hagvaxtaraukans fyrir launafólk. Skemmst er frá því að segja að frá þessum varnaðarorðum hafa laun hækkað um 11%, en það hefur verðlag einnig gert og er kaupáttaraukning þessara launahækkana því engin. Að auki eru meginvextir Seðlabankans nú heilum sex prósentustigum hærri en þá. Verðbólga og vextir haldast í hendur Fari verðbólga á flug er Seðlabankinn tilneyddur að bregðast við með hækkun vaxta. Þó vextir hafi hækkað skarpt að undanförnu erum við hins vegar enn í þeirri óvenjulegu stöðu að raunvextir eru neikvæðir í ofhitnandi hagkerfi. Seðlabankinn mun því neyðast til að hækka vexti enn frekar ef verðbólga og verðbólguvæntingar taka ekki að hjaðna hratt. Nú er svo komið að verðbólguvæntingar eru orðnar of háar og sú hætta að myndast að við reynum (enn og aftur) að bíta í skottið á okkur með kröfum um launahækkanir til að mæta verðbólgu. Við það verður til hin svokallaða víxlverkun hækkandi launa og verðlags. Niðurstaðan mun engu skila í vasa launafólks þegar upp er staðið. Þvert á móti mun síaukinn vaxtakostnaður brenna þar gat og fjárhagur heimilanna mun standa verr en hann hefði gert ef nafnlaunahækkanir hefðu verið minni. Af hverju getum við ekki verið líkari frændum okkar og frænkum á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að umhverfi vaxta og verðbólgu? Svarið felst meðal annars í hinu séríslenska vinnumarkaðslíkani sem einkennst hefur af óskilvirkni og ósamstöðu. Á meðan enginn vilji stendur til að breyta því munum við hjakka áfram í sama fari ósjálfbærra launahækkana með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenskt samfélag. Það sannar núverandi ástand. Varla þarf frekari vitnanna við. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun