Enn ein áætlunin í skúffuna Grímur Atlason skrifar 16. júní 2023 11:01 Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun