Sveitarstjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei! Margrét Erlendsdóttir skrifar 14. júní 2023 12:30 Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Þann 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur í Árnesi þar sem kynnt var staða framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórn. Frá því er skemmst að segja að sveitarstjórinn fór þar ýtarlega yfir hvort sveitarfélagið myndi hafa einhvern fjárhagslegan ávinning af Hvammsvirkjun. Stutta svarið var nei og afstaða sveitarstjórans var skýr þegar hann sagði: „Mér finnst nærsamfélagið ekki hafa neitt upp úr þessu mér finnst við ekki njóta ávinnings af þessari starfsemi. Þeim mun meiri gögn sem ég hef fengið og þeim mun meira sem ég fer í gegn um það þeim mun betri mynd fæ ég af þessu.“ Sveitarstjórinn skýrði m.a. út að samspil tekna sveitarsjóðs og framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga gæti orðið til þess að sveitarsjóður myndi beinlínis tapa á framkvæmdinni. Sveitarstjórinn sagði enga hafa dregið í efa að útreikningar hans væru réttir. Hann sagði líka að orkumálaráðherra, forstjóri Landsvirkjunar og hann sjálfur væru sammála því að setja þyrfti einhvers konar breytingar í lög til að tryggja nærumhverfinu sanngjarna skiptingu á auðlindinni. Og sjálfur sagðist hann telja að þetta þyrfti Alþingi að gera fyrir vorið. Efasemdir um lögmæti Á íbúafundinum sagði sveitarstjóri frá því að hann hefði fengið lögfræðing sveitarfélagsins til að óska eftir lögfræðiáliti á því hvort sveitarstjórn sem beri ábyrgð á rekstri sveitarfélags sé heimilt að lögum að veita leyfi til framkvæmda sem hafa hugsanlega neikvæð fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það sem blasir við Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum. Ekkert hefur breyst sem gerir það að verkum að sveitarstjórn geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun með fullvissu fyrir því að framkvæmdin muni skapa sveitarfélaginu fjárhagslegan ávinning, hvað þá meira. Það hefur reyndar verið skipaður starfshópur á vegum fjármálaráðherra til að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu en hvað út úr því kemur og hvenær er ómögulegt að segja. Það er vandséð hvernig ábyrg sveitarstjórn getur veitt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar að svo stöddu þó svo hún líti eingöngu á fjárhagslega hlið málsins. Allt hitt, sem er auðvitað svo miklu stærra en peningahlið þessa máls, verður ekki rætt um hér. Ekki nema til að segja það sem öllum ætti löngu að vera ljóst, að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélag verður aldrei bætt. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Þann 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur í Árnesi þar sem kynnt var staða framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórn. Frá því er skemmst að segja að sveitarstjórinn fór þar ýtarlega yfir hvort sveitarfélagið myndi hafa einhvern fjárhagslegan ávinning af Hvammsvirkjun. Stutta svarið var nei og afstaða sveitarstjórans var skýr þegar hann sagði: „Mér finnst nærsamfélagið ekki hafa neitt upp úr þessu mér finnst við ekki njóta ávinnings af þessari starfsemi. Þeim mun meiri gögn sem ég hef fengið og þeim mun meira sem ég fer í gegn um það þeim mun betri mynd fæ ég af þessu.“ Sveitarstjórinn skýrði m.a. út að samspil tekna sveitarsjóðs og framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga gæti orðið til þess að sveitarsjóður myndi beinlínis tapa á framkvæmdinni. Sveitarstjórinn sagði enga hafa dregið í efa að útreikningar hans væru réttir. Hann sagði líka að orkumálaráðherra, forstjóri Landsvirkjunar og hann sjálfur væru sammála því að setja þyrfti einhvers konar breytingar í lög til að tryggja nærumhverfinu sanngjarna skiptingu á auðlindinni. Og sjálfur sagðist hann telja að þetta þyrfti Alþingi að gera fyrir vorið. Efasemdir um lögmæti Á íbúafundinum sagði sveitarstjóri frá því að hann hefði fengið lögfræðing sveitarfélagsins til að óska eftir lögfræðiáliti á því hvort sveitarstjórn sem beri ábyrgð á rekstri sveitarfélags sé heimilt að lögum að veita leyfi til framkvæmda sem hafa hugsanlega neikvæð fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það sem blasir við Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum. Ekkert hefur breyst sem gerir það að verkum að sveitarstjórn geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun með fullvissu fyrir því að framkvæmdin muni skapa sveitarfélaginu fjárhagslegan ávinning, hvað þá meira. Það hefur reyndar verið skipaður starfshópur á vegum fjármálaráðherra til að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu en hvað út úr því kemur og hvenær er ómögulegt að segja. Það er vandséð hvernig ábyrg sveitarstjórn getur veitt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar að svo stöddu þó svo hún líti eingöngu á fjárhagslega hlið málsins. Allt hitt, sem er auðvitað svo miklu stærra en peningahlið þessa máls, verður ekki rætt um hér. Ekki nema til að segja það sem öllum ætti löngu að vera ljóst, að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélag verður aldrei bætt. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun