Ert þú atvinnurekandi? Viltu benda mér á eitthvað sem betur má fara? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 14. júní 2023 07:31 Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Sú óumdeilanlega staðreynd að það eru auðvitað fyrirtækin í landinu, atvinnulífið – fólkið sem starfar á almennum vinnumarkaði – sem skapar verðmætin sem síðan standa undir velferð okkar allra, þessi staðreynd hefur glutrast niður. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er því grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem reka og vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Flókið regluverk og þungar álögur eru að sliga rekstur margra fyrirtækja. Eftirlitið er of mikið og kröfur til aðila með afmarkaðan og einfaldan rekstur úr hófi fram. Afleiðingin er sóun og minni framleiðni sem leiðir til lakari lífskjara en ella. Við sjálfstæðismenn erum málsvarar framtaks og sjálfsbjargarviðleitni. Af þeim sökum mun ég nýta þinghléð í sumar til að vinna að þingmálum í þágu fyrirtækja. Ég óska því eftir ábendingum og umkvörtunum frá atvinnulífinu um rekstrarumhverfið hér. Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu miklu samkeppnishæfni skiptir fyrir atvinnulífið og fyrir skyldu löggjafans og stjórnvalda til að tryggja hana. Aðeins þannig getum við tryggt almenningi áframhaldandi góð og jafnvel betri lífskjör. Ég hvet atvinnurekendur því til að senda mér tölvupóst á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég tók nýlega þátt í umræðum í útvarpsþætti um hvaða meginlínur væru í gangi í íslenskum stjórnmálum og hvað skildi helst á milli manna og flokka, ef þá eitthvað. Mér kom fyrst til hugar að nefna að það væri ótrúlegt að uppgötva það að ekki væru allir stjórnmálamenn sammála um það hvernig verðmætin í samfélaginu yrðu til, þ.e.a.s. fjármagnið sem greiðir fyrir þjónustu hins opinbera. Sú óumdeilanlega staðreynd að það eru auðvitað fyrirtækin í landinu, atvinnulífið – fólkið sem starfar á almennum vinnumarkaði – sem skapar verðmætin sem síðan standa undir velferð okkar allra, þessi staðreynd hefur glutrast niður. Efnahagsleg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er því grundvölluð á framtaki einstaklinga, sérstaklega þeirra sem reka og vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Flókið regluverk og þungar álögur eru að sliga rekstur margra fyrirtækja. Eftirlitið er of mikið og kröfur til aðila með afmarkaðan og einfaldan rekstur úr hófi fram. Afleiðingin er sóun og minni framleiðni sem leiðir til lakari lífskjara en ella. Við sjálfstæðismenn erum málsvarar framtaks og sjálfsbjargarviðleitni. Af þeim sökum mun ég nýta þinghléð í sumar til að vinna að þingmálum í þágu fyrirtækja. Ég óska því eftir ábendingum og umkvörtunum frá atvinnulífinu um rekstrarumhverfið hér. Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu miklu samkeppnishæfni skiptir fyrir atvinnulífið og fyrir skyldu löggjafans og stjórnvalda til að tryggja hana. Aðeins þannig getum við tryggt almenningi áframhaldandi góð og jafnvel betri lífskjör. Ég hvet atvinnurekendur því til að senda mér tölvupóst á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar