Kaczynski sagður hafa svipt sig lífi í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2023 08:56 Ted Kaczynski (í handjárnum) árið 1996. Hann var stærðfræðingur að mennt og kenndi við háskóla áður en hann snerist til öfgahyggju og hóf áralanga hryðjuverkaherferð. Hann var greindu með ofsóknargeðklofa en bannaði lögmönnum sínum að bera það fram sem vörn í málinu. AP/Elaine Thompson Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, kallaður „Unabomber“ er sagður hafa svipt sig lífi í fangelsi um helgina. Kaczynski var með krabbamein á lokastigum og var 81 árs gamall. Hann hafði áður reynt að fyrirfara sér í fangelsi. Kaczynski fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um klukkan hálf eitt aðfararnótt laugardags að staðartíma í Norður-Karólínu. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi síðar sama dag. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að Kaczynski hafi framið sjálfsvíg. Hann var fluttur á sjúkradeildina í Norður-Karólínu þar sem alvarlega veikir fangar eru vistaðir árið 2021. Fyrir það hafði hann verið geymdur í hámarksöryggisfangelsi í Koloradó frá því að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1998. Þar reyndi hann að hengja sig með nærbuxunum sínum sama ár. Bandarísk alríkisfangelsismálayfirvöld hafa sætt gagnrýndi undanfarin ár eftir að Jeffrey Epstein svipti sig lífi í alríkisfangelsi í New York árið 2019. Hann var ákærður fyrir mansal. Hélt háskólum í heljargreipum Kaczynski myrti þrjá og særði 23 aðra í sprengjuherferð sem stóð yfir í sautján ár. Hann hélt háskólum vít og breytt um Bandaríkin í heljargreipum með sprengjum sem hann sendi þangað. Fyrir dómi játaði hann á sig sextán sprengjuárásir á árunum 1978 til 1995. Auk háskólanna sendi Kaczynski sprengjur á flugfélög, eiganda tölvuleigu, auglýsingastofustjórnanda og málafylgjumanns timburiðnaðarins. Sum fórnarlamba Kaczynski voru örkumluð fyrir lífstíð, þar á meðal tveir fræðimenn við Yale-háskóla sem opnuðu bréfsprengjur með aðeins tveggja daga millibili árið 1993. Alríkislögreglan FBI nefndi Kaczynski „Unabomber“ því framan af beindi hann sjónum sínum aðallega að háskólum og flugfélögum. Yfirvöld komust á spor Kaczynski eftir að honum tókst að ógna dagblöðum til þess að birta 35.000 orða stefnuyfirlýsingu árið 1995. Í henni fordæmdi morðinginn nútímalíf, tækni og umhverfistjón. Bróðir hans og mágkona könnuðust við skrifin og höfðu samband við FBI. Kaczynski var handtekinn í hrörlegum fjallakofa nærri Lincoln í Montana í apríl árið 1996. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Kaczynski fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um klukkan hálf eitt aðfararnótt laugardags að staðartíma í Norður-Karólínu. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi síðar sama dag. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að Kaczynski hafi framið sjálfsvíg. Hann var fluttur á sjúkradeildina í Norður-Karólínu þar sem alvarlega veikir fangar eru vistaðir árið 2021. Fyrir það hafði hann verið geymdur í hámarksöryggisfangelsi í Koloradó frá því að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1998. Þar reyndi hann að hengja sig með nærbuxunum sínum sama ár. Bandarísk alríkisfangelsismálayfirvöld hafa sætt gagnrýndi undanfarin ár eftir að Jeffrey Epstein svipti sig lífi í alríkisfangelsi í New York árið 2019. Hann var ákærður fyrir mansal. Hélt háskólum í heljargreipum Kaczynski myrti þrjá og særði 23 aðra í sprengjuherferð sem stóð yfir í sautján ár. Hann hélt háskólum vít og breytt um Bandaríkin í heljargreipum með sprengjum sem hann sendi þangað. Fyrir dómi játaði hann á sig sextán sprengjuárásir á árunum 1978 til 1995. Auk háskólanna sendi Kaczynski sprengjur á flugfélög, eiganda tölvuleigu, auglýsingastofustjórnanda og málafylgjumanns timburiðnaðarins. Sum fórnarlamba Kaczynski voru örkumluð fyrir lífstíð, þar á meðal tveir fræðimenn við Yale-háskóla sem opnuðu bréfsprengjur með aðeins tveggja daga millibili árið 1993. Alríkislögreglan FBI nefndi Kaczynski „Unabomber“ því framan af beindi hann sjónum sínum aðallega að háskólum og flugfélögum. Yfirvöld komust á spor Kaczynski eftir að honum tókst að ógna dagblöðum til þess að birta 35.000 orða stefnuyfirlýsingu árið 1995. Í henni fordæmdi morðinginn nútímalíf, tækni og umhverfistjón. Bróðir hans og mágkona könnuðust við skrifin og höfðu samband við FBI. Kaczynski var handtekinn í hrörlegum fjallakofa nærri Lincoln í Montana í apríl árið 1996.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira