Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2025 07:52 Útlendingayfirvöld hafa verið að mæta í dómsali og viðtöl til að handtaka einstaklinga hvers mál voru í lögbundnu ferli. Getty/Michael M. Santiago Þrír erlendir ríkisborgarar sem mættu ásamt mökum sínum og jafnvel börnum í lokaviðtal hjá útlendingayfirvöldum í Bandaríkjunum í tengslum við umsókn um græna kortið svokallaða, voru handteknir í lok viðtalsins. „Ég þurfti að taka barnið okkar úr fangi grátandi eiginkonu minnar,“ segir hinn bandaríski Stephen Paul, sem var mættur í viðtalið með eiginkonu sinni, hinni bresku Katie Paul, og fjögurra mánaða barni þeirra. New York Times ræddi við Paul í tengslum við málið en atvikin áttu sér stað í San Diego í síðustu viku. Lögmenn í borginni áætla að tugir maka Bandaríkjamanna hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Engin eintaklinganna sem voru handteknir í síðustu viku höfðu brotið nokkuð af sér en ástæða handtakanna var líklega sú að vegabréfsáritun þeirra hafði runnið út á meðan umsóknin um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi, fór sína leið í kerfinu. Þar sem ferlið getur tekið langan tíma er alþekkt að þetta gerist en fram til þessa hefur aldrei verið gripið til aðgerða gegn einstaklingum vegna þessa. Nú virðast útlendingayfirvöld hins vegar líta svo á að viðkomandi hafi brotið gegn lögum með því að dvelja lengur í landinu en heimild þeirra kvað á um. Þar með eru yfirvöld komin með vopn í hendur til að grípa til aðgerða og senda fólk úr landi. Lögmaður Paul hjónanna höfðaði mál til að koma í veg fyrir brottflutning Katie, sem yfirvöld höfðu hótað að senda úr landi án nokkurar málsmeðferðar. Henni var í kjölfarið sleppt og hefur nú fengið græna kortið. Aðrir sem sætt hafa sömu meðferð sitja enn í varðahaldi og eru óvissir um framtíð sína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Innflytjendamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
„Ég þurfti að taka barnið okkar úr fangi grátandi eiginkonu minnar,“ segir hinn bandaríski Stephen Paul, sem var mættur í viðtalið með eiginkonu sinni, hinni bresku Katie Paul, og fjögurra mánaða barni þeirra. New York Times ræddi við Paul í tengslum við málið en atvikin áttu sér stað í San Diego í síðustu viku. Lögmenn í borginni áætla að tugir maka Bandaríkjamanna hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Engin eintaklinganna sem voru handteknir í síðustu viku höfðu brotið nokkuð af sér en ástæða handtakanna var líklega sú að vegabréfsáritun þeirra hafði runnið út á meðan umsóknin um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi, fór sína leið í kerfinu. Þar sem ferlið getur tekið langan tíma er alþekkt að þetta gerist en fram til þessa hefur aldrei verið gripið til aðgerða gegn einstaklingum vegna þessa. Nú virðast útlendingayfirvöld hins vegar líta svo á að viðkomandi hafi brotið gegn lögum með því að dvelja lengur í landinu en heimild þeirra kvað á um. Þar með eru yfirvöld komin með vopn í hendur til að grípa til aðgerða og senda fólk úr landi. Lögmaður Paul hjónanna höfðaði mál til að koma í veg fyrir brottflutning Katie, sem yfirvöld höfðu hótað að senda úr landi án nokkurar málsmeðferðar. Henni var í kjölfarið sleppt og hefur nú fengið græna kortið. Aðrir sem sætt hafa sömu meðferð sitja enn í varðahaldi og eru óvissir um framtíð sína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Innflytjendamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira