Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 16:39 Steinar Sverrisson hefur verið leiðsögumaður í yfir 25 ár. Samsett Nýtt bílastæði er tilbúið við Skógafoss og gjaldataka hafin. Leiðsögumaður til rúmlegra 25 ára segir að ítrekað sé verið að færa bílastæði fjær vinsælum ferðamannastöðum, leiðsögumönnum til mikilla ama. Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann. Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira