Pæling um lokaeinkunnir Ragnar Þór Pétursson skrifar 9. júní 2023 16:00 Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar. Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). Hugsunin var líka sú að bókstafurinn raðaði nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP). Loks á bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. Fari hann á fyrsta þrep er hann eins og við flest, sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla, en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfanga viðkomandi fags. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B. Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn þeirra sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir. Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti árgangsins í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi.Þessu þarf að hætta. Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla. Réttast væri að leggja niður B+ og A. Láta nægja að sýna hvort nemandi uppfylli inntökuskilyrði framhaldsskólans. Ef það er ekki nóg fyrir einhverja skóla og þeir vilja ólmir fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að sjá um það sjálfir, halda inntökupróf eða nota inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti samt að athuga í slíku ferli hvað er á bak við bókstafinn. Reyna að kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk. Það þarf ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá á enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það er engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni. Höfundur er kennari. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar. Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). Hugsunin var líka sú að bókstafurinn raðaði nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP). Loks á bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. Fari hann á fyrsta þrep er hann eins og við flest, sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla, en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfanga viðkomandi fags. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B. Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn þeirra sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir. Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti árgangsins í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi.Þessu þarf að hætta. Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla. Réttast væri að leggja niður B+ og A. Láta nægja að sýna hvort nemandi uppfylli inntökuskilyrði framhaldsskólans. Ef það er ekki nóg fyrir einhverja skóla og þeir vilja ólmir fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að sjá um það sjálfir, halda inntökupróf eða nota inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti samt að athuga í slíku ferli hvað er á bak við bókstafinn. Reyna að kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk. Það þarf ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá á enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það er engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni. Höfundur er kennari. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun