Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Margaret J. Filardo skrifar 7. júní 2023 08:00 Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun