Dauðarefsing við samkynhneigð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2023 07:31 Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum. Skilaboð forseta þingsins í Úganda voru þau að með þessu væri þjóðin að verja menningu sína og gildi. Einn helstu stuðningsmanna málsins í þinginu sagði það vera táknrænan sigur yfir Bandaríkjunum og Evrópu. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu byggir á mannréttindamiðaðri nálgun. Ísland starfrækir sendiráð í Úganda þar sem við höfum átt þróunarsamvinnu frá árinu 2000. Þessi nálgun byggir á þeirri forsendu að mannréttindabrot séu ein orsaka annarra vandamála í þróunarríkjum, s.s. misskiptingar, fátæktar eða spillingar, en ekki afleiðing. Mannréttindi eru þannig grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr vanda þróunarríkja til frambúðar. Raunveruleg staða mannréttinda í Úganda er mjög bágborin og fer síst batnandi. Hinsegin fólk í Úganda óttast nú um líf sitt sem aldrei fyrr. Nýja löggjöfin er enda uppskrift að enn frekari og kerfisbundnum brotum í garð þess. Þá er raunveruleg hætta á útbreiðsluáhrifum til annarra ríkja í Afríku sem muni líta til fordæmis þessarar lagasetningar. Þessar vendingar hafa verið og verða áfram til umfjöllunar hjá okkur sem sitjum í utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra hefur málið í skoðun. Mér þykir það borðliggjandi að við þurfum að ígrunda næstu skref í samstarfi okkar við Úganda vel. Og auðvitað þurfum við að hafa samráð við vinaþjóðir okkar sem líka starfa í landinu. Ef staða mannréttinda heldur áfram að versna þrátt fyrir áratuga samvinnu Úganda við okkur og líkt þenkjandi ríki, er e.t.v. kominn tími til að beina kröftunum þangað sem er jarðvegur fyrir raunverulegar breytingar og framþróun. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Úganda Hinsegin Mannréttindi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum. Skilaboð forseta þingsins í Úganda voru þau að með þessu væri þjóðin að verja menningu sína og gildi. Einn helstu stuðningsmanna málsins í þinginu sagði það vera táknrænan sigur yfir Bandaríkjunum og Evrópu. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu byggir á mannréttindamiðaðri nálgun. Ísland starfrækir sendiráð í Úganda þar sem við höfum átt þróunarsamvinnu frá árinu 2000. Þessi nálgun byggir á þeirri forsendu að mannréttindabrot séu ein orsaka annarra vandamála í þróunarríkjum, s.s. misskiptingar, fátæktar eða spillingar, en ekki afleiðing. Mannréttindi eru þannig grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr vanda þróunarríkja til frambúðar. Raunveruleg staða mannréttinda í Úganda er mjög bágborin og fer síst batnandi. Hinsegin fólk í Úganda óttast nú um líf sitt sem aldrei fyrr. Nýja löggjöfin er enda uppskrift að enn frekari og kerfisbundnum brotum í garð þess. Þá er raunveruleg hætta á útbreiðsluáhrifum til annarra ríkja í Afríku sem muni líta til fordæmis þessarar lagasetningar. Þessar vendingar hafa verið og verða áfram til umfjöllunar hjá okkur sem sitjum í utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra hefur málið í skoðun. Mér þykir það borðliggjandi að við þurfum að ígrunda næstu skref í samstarfi okkar við Úganda vel. Og auðvitað þurfum við að hafa samráð við vinaþjóðir okkar sem líka starfa í landinu. Ef staða mannréttinda heldur áfram að versna þrátt fyrir áratuga samvinnu Úganda við okkur og líkt þenkjandi ríki, er e.t.v. kominn tími til að beina kröftunum þangað sem er jarðvegur fyrir raunverulegar breytingar og framþróun. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun