Staða lóðamála í Reykjavík Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 6. júní 2023 07:31 Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið. Vandinn er að varla er lóð að fá hvorki fyrir einstaklinga né lögaðila. Samt má sjá á vefsjá borgarinnar tölu um að tæpar 2600 lóðir virðast vera til sölu og sagðar byggingarhæfar. Þegar rýnt er í kortið sjálft má reyndar eingöngu sjá agnarlítið brot af þeirri tölu. Í allri þessari umræðu mætti halda að gert sé ráð fyrir að lögaðilar eigi að kaupa lóðir sem eru í einkaeign. Hér er vísað í viðtal við Þorvald Gissurarson forstjóra ÞG Verks í Morgunblaðinu 5. júní þar sem hann spyr um þetta og segir jafnframt að „á þéttingarreitum er lóðaverð komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra að meðtöldum gjöldum sveitarfélagsins. Það samsvarar 20 milljónum á 100 fermetra íbúð“. Hvað er rétt? Er verið að hagræða sannleikanum þegar sagt er að það sé nóg framboð af lóðum í borginni? Fram hefur komið að lögaðilar bíði eftir að lóð sé boðin út. Enginn sé tekinn fram fyrir, ekki heldur þeir lögaðilar sem óska eftir lóðum til að byggja íbúðir sem hægt er að selja og/eða leigja á viðráðanlegu verði. Á meðan líður tíminn og sá hópur sem ekki hefur tryggt húsnæði sem það getur kallað heimili sitt stækkar. Þessi hópur er fólk sem er tekjulægst og aðrir viðkvæmir hópar. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og lofað hefur verið. Framboðsskorturinn er borgarmeirihlutanum að kenna. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga en ekkert heyrist frá þeim bænum í þessum málum. Reynt að fá heiðarleg svör Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um þessi mál og leggur fram fleiri á fimmtudag þegar borgarráð kemur saman. Það þurfa að koma skýr svör. Þéttingaráform meirihlutans hafa sett stein í götu þeirra sem vilja fá lóðir til að byggja íbúðir til að selja á viðráðanlegu. Við það er ekki hægt að una. Hinn 25. maí sl. lagði Flokkur fólksins í borgarstjórn fram þessar fyrirspurnir: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Getur verið að óhagnaðardrifin leigufélög séu stopp í sínum áætlunum vegna þess að lóðir í Reykjavík eru ýmist ekki tilbúnar eða hreinlega fást ekki?Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort einstaklingar geti fengið lóð í Reykjavík, hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra. Í fyrra þurfti Bjarg íbúðafélag að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Bjarg íbúðafélag er óhagnaðardrifið leigufélag að danskri fyrirmynd sem byggja íbúðir sem seldar eru á viðráðanlegu verði. Þá sagði formaður VR lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallað var eftir aðgerðum í húsnæðismálum. Spurt er nú hvort þessi sama staða sé uppi nú? Á fimmtudaginn næstkomandi leggur Flokkur fólksins fram í borgarráði eftirfarandi: Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg. Óskað er eftir því að í svarinu komi fram allar þær leiðir sem unnt er að fara til að fá lóð úthlutaðri hjá borginni, hvaða skilyrði lögaðilar og einstaklingar þurfa að uppfylla til að geta fengið lóð. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fjölda lóða sem hefur verið úthlutað á tímabilinu 2018 til dagsins í dag og hversu mörgum hefur verið úthlutað til einstaklinga og hversu mörgum til lögaðila. Þess er vænst að svar komi fljótt og að það verði heiðarlegt svar en ekki útúrsnúningur. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar