„Nálægt því að verða eitt af þessum gömlu goðsagnakenndum liðum” Árni Gísli Magnússon skrifar 5. júní 2023 20:30 Arnar Gunnlaugsson hefur unnið þrjá bikarmeistaratitla sem þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingur frá Reykjavík vann 2-1 sigur á Þór Akureyri á Þórsvellinum í dag. Víkingar skoruðu mörkin snemma í sitthvorum hálfleiknum en Þórsurum tókst að jafna í fyrri hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð brattur eftir leik og fannst gaman að koma í Þorpið. „Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira