Ríkisstuðningur til fjölmiðla í eigu sykurpabba Sigurjón Þórðarson skrifar 2. júní 2023 17:30 Í vikunni var fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar rætt á Alþingi. Um er að ræða frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um áframhaldandi niðurgreiðslur á taprekstri einkarekinna fyrirtækja sem teljast til fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt mun ríkissjóður halda áfram að niðurgreiða rekstrartap þeirra um 400 m. kr. á ári. Ólíkt öðrum ræðumönnum gat ég ekki lýst yfir stuðningi við frumvarpið, alls ekki. Enda er í því lagt til að greiða til fjölmiðla hærri upphæð heldur en aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum hljóðar upp á næstu tvö árin. Við þurfum aðeins að staldra við og spyrja hvort þetta sé rétt forgangsröðun á opinberum fjármunum? Mikið af þessum fjármunum er að fara til fjölmiðla sem eiga sykurpabba. Þeir eru í eigu fjársterkra aðila sem fara fram á ritstjórnarstefnu sem jaðrar á við hagsmunagæslu. Ritstjórnarstefnu sem allt eins gæti verið skrifuð af hagsmunasamtökum sem þjóna mjög þröngum sérhagsmunum. Ég get tekið sem dæmi að einn fjölmiðill, sem fær 67 milljónir króna frá ríkinu, hefur svo mikla slagsíðu að því mætti jafna við það að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi væru með ritstjórnarvöld. Það er vandséð að málflutningur SFS eigi sér samhljóm með hagsmunum þjóðarinnar í nokkrum málum. Nýverið lagðist af fjölmiðill sem hafði verið rekinn með umtalsverðu tapi í áraraðir. Sá fjölmiðill var í eigu bakhjarls stjórnmálaflokks sem rak sjónarmið eigandans og treysti þannig áhrif hans og völd. Alþingismönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðishlutverk fjölmiðla og ég held að það sé rétt að fara aðeins yfir það með gagnrýnum hætti. Menn hafa í hástemmdu orði rætt um hvað fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki sem milliliður milli stjórnvalda og samfélagsins og styrki rödd almennings og veki athygli á spillingu í samfélaginu. Það er ekki svo í öllum tilfellum, langt því frá. Jafnvel eru dæmi um fjölmiðla sem berjast gegn ríkisstyrkjum. Tökum bara Viðskiptablaðið, sem fá 25 millj. kr. úr þessum potti árlega en nota þessa fjármuni svo til að berjast gegn því að aðrir fái ríkisstyrki. Þetta er auðvitað allt svolítið undarlegt. Þá verður að horfa auðvitað til Ríkisútvarpsins. Fólk talar gjarnan á þeim nótum að Rúv sé heilagara en páfinn og hafið yfir alla gagnrýni. En svo er bara alls ekki.Fer þar fram gagnrýnin fjölmiðlum. Já, að sjálfsögðu. Við munum öll eftir umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. En hvað varð um fréttamennina í kjölfarið? Fengu þeir stuðning hjá yfirstjórninni? Varla. Þeir hlutu áminningu frá siðanefnd RÚV og hrökkluðust meira og minna allir frá ríkisstofnuninni. Fjármunir sem hafa runnið til RÚV hafa aukist ár frá ári, og kostnaður við rekstur stofnunarinnar jókst nánast um milljarð á milli áranna 2021 og 2022. Og það sem meira er þá jukust að auglýsingatekjurnar um 400 millj. kr. á milli ára. Þannig að sú upphæð sem á að renna til styrktar einkarekinna fjölmiðla er sú sama og aukningin í auglýsingatekjum RÚV. Hvað með öryggishlutverk RÚV? Það er algerlega ofmetið. Tæknin hefur þróast og stjórnvöld geta komið tilkynningum til almennings símleiðis, eða í gegnum netið með litlum vandræðum. Opinber þjónusta sem snýr að öryggismálum fer í dag að mestu leyti fram í gegnum netið. Sem dæmi má nefna veður.is. Að vísu hefur sá vefur, sem gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir sæfarendur og vegfarendur. En öryggishlutverkið er ýkt í umræðunni. Fólk fer inn á veður.is áður en haldið er út á sjó. Fólk fer á vegagerd.is áður en farið er yfir heiðar. Fólk getur fengið miklu beinskeyttari og betri varúðarmerki í gegnum símann heldur en í gegnum útvarp eða sjónvarp. Auk þess er í dag greiðari aðgangur að alls konar opinberum upplýsingum. Með netinu er hægt að nálgast skýrslur Ríkisendurskoðunar með beinum hætti með góðum útdrætti, þar er hægt að nálgast álagningarseðla, úrskurði stjórnvalda, upplýsingar um störf Alþingis og ríkisstjórnarinnar, og áfram mætti lengi telja.. Hvers vegna er lýðræðis- og öryggishlutverk fjölmiðla lofsungið svo? Ég tel það vera þannig að atvinnustjórnmálamenn þurfa á þessum miðlum að halda að spegla sig út í samfélagið. Þarna virðist vera eitthvert samlífi eða jafnvel samhjálp í gangi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar rætt á Alþingi. Um er að ræða frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um áframhaldandi niðurgreiðslur á taprekstri einkarekinna fyrirtækja sem teljast til fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt mun ríkissjóður halda áfram að niðurgreiða rekstrartap þeirra um 400 m. kr. á ári. Ólíkt öðrum ræðumönnum gat ég ekki lýst yfir stuðningi við frumvarpið, alls ekki. Enda er í því lagt til að greiða til fjölmiðla hærri upphæð heldur en aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum hljóðar upp á næstu tvö árin. Við þurfum aðeins að staldra við og spyrja hvort þetta sé rétt forgangsröðun á opinberum fjármunum? Mikið af þessum fjármunum er að fara til fjölmiðla sem eiga sykurpabba. Þeir eru í eigu fjársterkra aðila sem fara fram á ritstjórnarstefnu sem jaðrar á við hagsmunagæslu. Ritstjórnarstefnu sem allt eins gæti verið skrifuð af hagsmunasamtökum sem þjóna mjög þröngum sérhagsmunum. Ég get tekið sem dæmi að einn fjölmiðill, sem fær 67 milljónir króna frá ríkinu, hefur svo mikla slagsíðu að því mætti jafna við það að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi væru með ritstjórnarvöld. Það er vandséð að málflutningur SFS eigi sér samhljóm með hagsmunum þjóðarinnar í nokkrum málum. Nýverið lagðist af fjölmiðill sem hafði verið rekinn með umtalsverðu tapi í áraraðir. Sá fjölmiðill var í eigu bakhjarls stjórnmálaflokks sem rak sjónarmið eigandans og treysti þannig áhrif hans og völd. Alþingismönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðishlutverk fjölmiðla og ég held að það sé rétt að fara aðeins yfir það með gagnrýnum hætti. Menn hafa í hástemmdu orði rætt um hvað fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki sem milliliður milli stjórnvalda og samfélagsins og styrki rödd almennings og veki athygli á spillingu í samfélaginu. Það er ekki svo í öllum tilfellum, langt því frá. Jafnvel eru dæmi um fjölmiðla sem berjast gegn ríkisstyrkjum. Tökum bara Viðskiptablaðið, sem fá 25 millj. kr. úr þessum potti árlega en nota þessa fjármuni svo til að berjast gegn því að aðrir fái ríkisstyrki. Þetta er auðvitað allt svolítið undarlegt. Þá verður að horfa auðvitað til Ríkisútvarpsins. Fólk talar gjarnan á þeim nótum að Rúv sé heilagara en páfinn og hafið yfir alla gagnrýni. En svo er bara alls ekki.Fer þar fram gagnrýnin fjölmiðlum. Já, að sjálfsögðu. Við munum öll eftir umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. En hvað varð um fréttamennina í kjölfarið? Fengu þeir stuðning hjá yfirstjórninni? Varla. Þeir hlutu áminningu frá siðanefnd RÚV og hrökkluðust meira og minna allir frá ríkisstofnuninni. Fjármunir sem hafa runnið til RÚV hafa aukist ár frá ári, og kostnaður við rekstur stofnunarinnar jókst nánast um milljarð á milli áranna 2021 og 2022. Og það sem meira er þá jukust að auglýsingatekjurnar um 400 millj. kr. á milli ára. Þannig að sú upphæð sem á að renna til styrktar einkarekinna fjölmiðla er sú sama og aukningin í auglýsingatekjum RÚV. Hvað með öryggishlutverk RÚV? Það er algerlega ofmetið. Tæknin hefur þróast og stjórnvöld geta komið tilkynningum til almennings símleiðis, eða í gegnum netið með litlum vandræðum. Opinber þjónusta sem snýr að öryggismálum fer í dag að mestu leyti fram í gegnum netið. Sem dæmi má nefna veður.is. Að vísu hefur sá vefur, sem gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir sæfarendur og vegfarendur. En öryggishlutverkið er ýkt í umræðunni. Fólk fer inn á veður.is áður en haldið er út á sjó. Fólk fer á vegagerd.is áður en farið er yfir heiðar. Fólk getur fengið miklu beinskeyttari og betri varúðarmerki í gegnum símann heldur en í gegnum útvarp eða sjónvarp. Auk þess er í dag greiðari aðgangur að alls konar opinberum upplýsingum. Með netinu er hægt að nálgast skýrslur Ríkisendurskoðunar með beinum hætti með góðum útdrætti, þar er hægt að nálgast álagningarseðla, úrskurði stjórnvalda, upplýsingar um störf Alþingis og ríkisstjórnarinnar, og áfram mætti lengi telja.. Hvers vegna er lýðræðis- og öryggishlutverk fjölmiðla lofsungið svo? Ég tel það vera þannig að atvinnustjórnmálamenn þurfa á þessum miðlum að halda að spegla sig út í samfélagið. Þarna virðist vera eitthvert samlífi eða jafnvel samhjálp í gangi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun