Skaðaminnkun bjargar lífum Halldóra Mogensen skrifar 2. júní 2023 12:00 Fólk hefur frá örófi alda sóst í vímu. Kannski ekki skrítið í ljósi þess að vímuefni vaxa í náttúrunni allt í kring um okkur, í öllum löndum heims. Manneskjan þróaðist samhliða þessum efnum, við erum með móttakara í líkamanum fyrir þeim. Margir vilja meina að notkun efnanna eigi stóran þátt í þróun mannsins og samfélaga okkar. Það er í eðli okkar að sækjast í breytta vitund, að víkka hug okkar og sjá heiminn frá nýju og spennandi sjónarhorni. Þessi löngun er sterk strax frá ungum aldri. Við sjáum það á börnunum okkar þegar þau hringsnúast þar til þau detta í gólfið í hláturskasti. Þessi löngun vex ekkert af okkur. En flest okkar hafa hemil á henni og hún veldur þar af leiðandi engum vanda. Verum raunsæ Þroskaferli ungs fólks er fjölbreytt og mismunandi. Fyrir mörg þá er áhættuhegðun á tímabili eðlilegur þáttur í þessu þroskaferli. Mörg prufa sig áfram með mismunandi efni. Það hefur sýnt sig að bönn og refsingar hafa lítil sem engin áhrif. Þau koma ekki í veg fyrir fikt og þau koma ekki í veg fyrir að fólk þrói með sér vímuefnavanda. Við getum ekki komið í veg fyrir vímuefnanotkun en með réttum aðgerðum getum við dregið úr skaðanum og hættu á dauðsföllum. Tryggjum að ungt fólk sem er að fikta hafi þann möguleika að sannreyna öryggi þeirra efna sem þau ætla að nota. Aðgengileg vímuefnapróf eru mikilvægt skaðaminnkandi úrræði sem bjarga lífum. Tryggjum að notendur ópíóðalyfja hafi greiðan aðgang að mótefninu Naloxone sem er notað gegn ofskömmtun. Best væri að leyfa Naloxone í lausasölu. Tryggjum að fólk þori að hringja í sjúkrabíl ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. ef einhver ofskammtar. Í dag er fólk hrætt við að hringja í viðbragðsaðila vegna þess að það er samkvæmt lögum að fremja glæp og getur átt von á að lögreglan mæti. Að afnema refsingar á vímuefnum sem eru til eigin nota bjargar lífum. Mætum fólki með mannúð Fólk sem á við vímuefnavanda að stríða en er ekki tilbúið að hætta að nota vímuefni á að sjálfsögðu að fá greitt aðgengi að meðferð. Edrú módelið hentar sumum en margir munu halda áfram að nota vímuefni en geta samt náð töluverðum bata og aukið lífslíkur með réttri aðstoð. Aðrir munu hætta á eigin forsendum með réttri aðstoð. Í dag er alltof mörgum hent á götuna og engin aðstoð veitt ef þeir falla og nota vímuefni í meðferðinni. Skaðaminnkun snýst um að viðurkenna að fólk mun nota vímuefni hvort sem okkur líkar betur eða verr og refsilöggjöfin er ekki að koma í veg fyrir það. Hugmyndafræði skaðaminnkunar krefst þess að við horfumst í augu við þann veruleika og setjum lög og reglur í samræmi við þann veruleika vegna þess að okkur er annt um fólk og það skiptir okkur máli sem samfélag að koma í veg fyrir dauðsföll. Að koma í veg fyrir skaða. Við gerum það með því að tryggja aðgengi að skaðaminnkandi úrræðum. En fyrst og fremst gerum við það með því að hætta að láta refsikerfið díla við vanda sem er í grunninn félagslegur. Hugmyndafræði skaðaminnkunar neyðir okkur til að horfa á dýpri vandann og þegar við áttum okkur á áföllunum sem liggja að baki vímuefnavandanum þá skiljum við hversu mikil vanþekking og hversu miklir fordómar felast í því að ætla að refsa vímuefnanotendum til hlýðni. Leggjum niður vopnin Lögreglan telur að 40 manns hafi látist aðeins fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna lyfjatengdra andláta. Það eru nánast jafn margir og létust allt árið 2021 og þó voru það óvenju mörg andlát. Þetta er ógnvænleg þróun. Þetta er þróun sem á sér stað þrátt fyrir og jafnvel vegna þeirra bann- og refsistefnu sem viðgengst hefur í alltof mörg ár. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Við sjáum engan árangur af þessari refsistefnu, bara dauðsföll. Hættum að heyja stríð gegn unga fólkinu og jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar. Setjum orkuna okkar og fjármagn frekar í að draga úr þjáningu. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega og félagslega vandann sem skapar fíknina. En fyrst og fremst mætum fólki þar sem það er, með samkennd og skilning og opnum faðm. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Fíkn Alþingi Píratar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fólk hefur frá örófi alda sóst í vímu. Kannski ekki skrítið í ljósi þess að vímuefni vaxa í náttúrunni allt í kring um okkur, í öllum löndum heims. Manneskjan þróaðist samhliða þessum efnum, við erum með móttakara í líkamanum fyrir þeim. Margir vilja meina að notkun efnanna eigi stóran þátt í þróun mannsins og samfélaga okkar. Það er í eðli okkar að sækjast í breytta vitund, að víkka hug okkar og sjá heiminn frá nýju og spennandi sjónarhorni. Þessi löngun er sterk strax frá ungum aldri. Við sjáum það á börnunum okkar þegar þau hringsnúast þar til þau detta í gólfið í hláturskasti. Þessi löngun vex ekkert af okkur. En flest okkar hafa hemil á henni og hún veldur þar af leiðandi engum vanda. Verum raunsæ Þroskaferli ungs fólks er fjölbreytt og mismunandi. Fyrir mörg þá er áhættuhegðun á tímabili eðlilegur þáttur í þessu þroskaferli. Mörg prufa sig áfram með mismunandi efni. Það hefur sýnt sig að bönn og refsingar hafa lítil sem engin áhrif. Þau koma ekki í veg fyrir fikt og þau koma ekki í veg fyrir að fólk þrói með sér vímuefnavanda. Við getum ekki komið í veg fyrir vímuefnanotkun en með réttum aðgerðum getum við dregið úr skaðanum og hættu á dauðsföllum. Tryggjum að ungt fólk sem er að fikta hafi þann möguleika að sannreyna öryggi þeirra efna sem þau ætla að nota. Aðgengileg vímuefnapróf eru mikilvægt skaðaminnkandi úrræði sem bjarga lífum. Tryggjum að notendur ópíóðalyfja hafi greiðan aðgang að mótefninu Naloxone sem er notað gegn ofskömmtun. Best væri að leyfa Naloxone í lausasölu. Tryggjum að fólk þori að hringja í sjúkrabíl ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. ef einhver ofskammtar. Í dag er fólk hrætt við að hringja í viðbragðsaðila vegna þess að það er samkvæmt lögum að fremja glæp og getur átt von á að lögreglan mæti. Að afnema refsingar á vímuefnum sem eru til eigin nota bjargar lífum. Mætum fólki með mannúð Fólk sem á við vímuefnavanda að stríða en er ekki tilbúið að hætta að nota vímuefni á að sjálfsögðu að fá greitt aðgengi að meðferð. Edrú módelið hentar sumum en margir munu halda áfram að nota vímuefni en geta samt náð töluverðum bata og aukið lífslíkur með réttri aðstoð. Aðrir munu hætta á eigin forsendum með réttri aðstoð. Í dag er alltof mörgum hent á götuna og engin aðstoð veitt ef þeir falla og nota vímuefni í meðferðinni. Skaðaminnkun snýst um að viðurkenna að fólk mun nota vímuefni hvort sem okkur líkar betur eða verr og refsilöggjöfin er ekki að koma í veg fyrir það. Hugmyndafræði skaðaminnkunar krefst þess að við horfumst í augu við þann veruleika og setjum lög og reglur í samræmi við þann veruleika vegna þess að okkur er annt um fólk og það skiptir okkur máli sem samfélag að koma í veg fyrir dauðsföll. Að koma í veg fyrir skaða. Við gerum það með því að tryggja aðgengi að skaðaminnkandi úrræðum. En fyrst og fremst gerum við það með því að hætta að láta refsikerfið díla við vanda sem er í grunninn félagslegur. Hugmyndafræði skaðaminnkunar neyðir okkur til að horfa á dýpri vandann og þegar við áttum okkur á áföllunum sem liggja að baki vímuefnavandanum þá skiljum við hversu mikil vanþekking og hversu miklir fordómar felast í því að ætla að refsa vímuefnanotendum til hlýðni. Leggjum niður vopnin Lögreglan telur að 40 manns hafi látist aðeins fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna lyfjatengdra andláta. Það eru nánast jafn margir og létust allt árið 2021 og þó voru það óvenju mörg andlát. Þetta er ógnvænleg þróun. Þetta er þróun sem á sér stað þrátt fyrir og jafnvel vegna þeirra bann- og refsistefnu sem viðgengst hefur í alltof mörg ár. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Við sjáum engan árangur af þessari refsistefnu, bara dauðsföll. Hættum að heyja stríð gegn unga fólkinu og jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar. Setjum orkuna okkar og fjármagn frekar í að draga úr þjáningu. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega og félagslega vandann sem skapar fíknina. En fyrst og fremst mætum fólki þar sem það er, með samkennd og skilning og opnum faðm. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar