Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustunnar Renata S. Blöndal skrifar 2. júní 2023 09:01 Ferðaþjónustan er sú grein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, hún skilar bæði meiru en sjávarútvegurinn og öll álframleiðsla landsins. Útlit er fyrir að þessar tekjur muni aukast töluvert á næstu árum en greiningaraðilar gera ráð fyrir komu rúmlega 2 milljóna ferðamanna á þessu ári og rúmum 2,5 milljónum árið 2025 samanborið við 2,3 milljónir metárið 2018. Til þess að geta tekið á móti þessum fjölda með góðu móti þarf að efla heilsársferðamennsku og dreifa ferðamönnum á fleiri fjórðunga en Suðurlandið sem er langvinsælasti áfangastaðurinn. Þá er mikilvægt að hver ferðamaður skilji meira eftir sig með sem minnstu kolefnisspori og raski á náttúru og innviðum. Í þeim tilgangi settu sveitarfélögin á Austurlandi á fót stofnunina Austurbrú sem vinnur að því að fjórðungurinn verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag. Starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að því að móta stefnu í ferðaþjónustu fyrir landshlutann sem einkennist af stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Hluti af þeirri vinnu var að bjóða undirritaðri fyrir hönd Arctic Adventures ásamt öðrum fjárfestum á svæðið og kynna fyrir þeim þá ótrúlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað ásamt metnaðarfullri og spennandi framtíðarsýn. Ég vil hér nefna nokkur þeirra fyrirtækja sem við heimsóttum, en legg áherslu á að þetta er aðeins lítið brot af því sem í boði er á Austurlandi fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda. Á Borgarfirði Eystri má finna áfangastaðinn Blábjörg sem er í senn hótel, lúxus heilsulind, veitingastaður, bar og brugghús. Hægt er að velja á milli þara- eða bjórbaða, njóta útsýnisins yfir fjörðinn í heitum útipottum, fá sér rjúkandi kaffi í kaffihúsinu við rætur lundahólmans, eða gæða sér á heimabrugguðum verðlaunabjór á glæsilegum bar. Annar fallegur áfangastaður er Óbyggðasetrið í Fljótsdal en það er hótel í gömlum rómantískum stíl með baðhúsi, heitri laug og úrval afþreyingar ss. göngur, hestaferðir og gönguskíðaferðir. Eiðar er áfangastaður rétt fyrir utan Egilsstaði sem vert er að fylgjast með. Þar er stefnt að því að umturna gömlum byggingum á svæðinu í lúxus hótel, setja upp golfvöll og reisa fallega sumarhúsabyggð. Að lokum verður að minnast náttúrulaugarnar Vök við Urriðavatn hjá Egilsstöðum og litlu rauðu gistihúsin á Mjóeyri með útsýni yfir Eskifjörð. Þessi uppbygging í ferðaþjónustu í fjórðungnum blæs atvinnulífinu byr undir báða vængi. Lífsgæði á svæðinu aukast með tilkomu veitingastaða, kaffihúsa, afþreyinga og menningarlífs. Þessi auknu lífsgæði gera ungu fólki kleift að snúa aftur í heimabyggð að námi loknu sem styður við uppbyggingu á öðrum sviðum svo sem matvælaframleiðslu, iðnaði, menningu og listum. Ljóst er að með öllum þessum fjárfestingum, sem eru enn sem komið er að miklu leyti á herðum heimamanna, verða innviðir að vera til staðar. Margt hefur gengið vel en betur má ef duga skal. Ríki og sveitarfélög verða að koma að borðinu með meiri krafti til þess að heildarmyndin gangi upp. Frumkvöðlar á borð við þau sem nefnd eru hér að ofan hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp faglega og metnaðarfulla þjónustu og gestir verða að geta nálgast þá þjónustu allan ársins hring. Traustir innviðir tryggja einnig að ágangur ferðamanna á samfélagið og náttúruna verði ekki of mikill m.a. með reglulegu aðgengi að snyrtingu, merktum gönguleiðum og öruggum útsýnispöllum. Ferðaþjónustan þrífst ekki nema í sátt við nærsamfélögin sem eiga mikið undir því að ungt fólk hafi aðgengi að fjölbreyttum störfum í lifandi samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu, þjónustu og markaðsmála hjá Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er sú grein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, hún skilar bæði meiru en sjávarútvegurinn og öll álframleiðsla landsins. Útlit er fyrir að þessar tekjur muni aukast töluvert á næstu árum en greiningaraðilar gera ráð fyrir komu rúmlega 2 milljóna ferðamanna á þessu ári og rúmum 2,5 milljónum árið 2025 samanborið við 2,3 milljónir metárið 2018. Til þess að geta tekið á móti þessum fjölda með góðu móti þarf að efla heilsársferðamennsku og dreifa ferðamönnum á fleiri fjórðunga en Suðurlandið sem er langvinsælasti áfangastaðurinn. Þá er mikilvægt að hver ferðamaður skilji meira eftir sig með sem minnstu kolefnisspori og raski á náttúru og innviðum. Í þeim tilgangi settu sveitarfélögin á Austurlandi á fót stofnunina Austurbrú sem vinnur að því að fjórðungurinn verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag. Starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að því að móta stefnu í ferðaþjónustu fyrir landshlutann sem einkennist af stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Hluti af þeirri vinnu var að bjóða undirritaðri fyrir hönd Arctic Adventures ásamt öðrum fjárfestum á svæðið og kynna fyrir þeim þá ótrúlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað ásamt metnaðarfullri og spennandi framtíðarsýn. Ég vil hér nefna nokkur þeirra fyrirtækja sem við heimsóttum, en legg áherslu á að þetta er aðeins lítið brot af því sem í boði er á Austurlandi fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda. Á Borgarfirði Eystri má finna áfangastaðinn Blábjörg sem er í senn hótel, lúxus heilsulind, veitingastaður, bar og brugghús. Hægt er að velja á milli þara- eða bjórbaða, njóta útsýnisins yfir fjörðinn í heitum útipottum, fá sér rjúkandi kaffi í kaffihúsinu við rætur lundahólmans, eða gæða sér á heimabrugguðum verðlaunabjór á glæsilegum bar. Annar fallegur áfangastaður er Óbyggðasetrið í Fljótsdal en það er hótel í gömlum rómantískum stíl með baðhúsi, heitri laug og úrval afþreyingar ss. göngur, hestaferðir og gönguskíðaferðir. Eiðar er áfangastaður rétt fyrir utan Egilsstaði sem vert er að fylgjast með. Þar er stefnt að því að umturna gömlum byggingum á svæðinu í lúxus hótel, setja upp golfvöll og reisa fallega sumarhúsabyggð. Að lokum verður að minnast náttúrulaugarnar Vök við Urriðavatn hjá Egilsstöðum og litlu rauðu gistihúsin á Mjóeyri með útsýni yfir Eskifjörð. Þessi uppbygging í ferðaþjónustu í fjórðungnum blæs atvinnulífinu byr undir báða vængi. Lífsgæði á svæðinu aukast með tilkomu veitingastaða, kaffihúsa, afþreyinga og menningarlífs. Þessi auknu lífsgæði gera ungu fólki kleift að snúa aftur í heimabyggð að námi loknu sem styður við uppbyggingu á öðrum sviðum svo sem matvælaframleiðslu, iðnaði, menningu og listum. Ljóst er að með öllum þessum fjárfestingum, sem eru enn sem komið er að miklu leyti á herðum heimamanna, verða innviðir að vera til staðar. Margt hefur gengið vel en betur má ef duga skal. Ríki og sveitarfélög verða að koma að borðinu með meiri krafti til þess að heildarmyndin gangi upp. Frumkvöðlar á borð við þau sem nefnd eru hér að ofan hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp faglega og metnaðarfulla þjónustu og gestir verða að geta nálgast þá þjónustu allan ársins hring. Traustir innviðir tryggja einnig að ágangur ferðamanna á samfélagið og náttúruna verði ekki of mikill m.a. með reglulegu aðgengi að snyrtingu, merktum gönguleiðum og öruggum útsýnispöllum. Ferðaþjónustan þrífst ekki nema í sátt við nærsamfélögin sem eiga mikið undir því að ungt fólk hafi aðgengi að fjölbreyttum störfum í lifandi samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu, þjónustu og markaðsmála hjá Arctic Adventures.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun