BBC hefur þetta eftir talsmönnum úkraínskra yfirvalda. Þar segir að eldflaugavarnakerfi Úkraínuhers hafi eyðilagt allar tíu eldflaugarnar sem Rússar skutu á borgina en brak úr þeim hafi hins vegar skemmdum á einni blokk, tveimur skólum, lögreglustöð og heilsugæslu.
Árásirnar voru gerðar í hverfinu Desnyanskí og Dniprovskí.
Talsmenn úkraínskra yfirvalda greindu upphaflega frá því að tvö börn hafi látist í árásunum, en þær upplýsingar voru síðan dregnar til baka.
Um er að ræða fjórðu eldflaugaárás rússneska hersins á Kænugarð í þessari viku og hafa þær flestar átt sér stað að næturlagi.
Talsmenn rússneska hersins segja frá því að fimm hafi látist og nítján særst í árásum úkraínska hersins í hinu hernumda Lúhansk-héraði í gær.