Átta milljón dauðsföll á ári Guðlaug B. Guðjónsdóttir skrifar 31. maí 2023 07:00 Síðan 1987 hafa aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, helgað 31. maí baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun á Alþjóðlega tóbakslausa deginum. Í ár er athyglinni einkum beint að því að ræktarlönd fyrir tóbaksplöntuna ætti frekar að nýta til matvælaframleiðslu og slagorðið er „Við þurfum mat, ekki tóbak“. Í tilefni dagsins er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir um notkun tóbaks. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það. Tóbak drepur yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Um sjö milljónir þessara dauðsfalla má rekja beint til tóbaksnotkunar en rúmlega milljón dauðsföll eru af völdum óbeinna reykinga fólks sem ekki reykir. Í því skyni að takast á við tóbaksfaraldurinn samþykktu aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar rammasamning um tóbaksvarnir árið 2003 og nú hafa 182 ríki undirritað samninginn. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er helsta orsök sjúkdómsins sem hægt er að koma í veg fyrir.Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur oft ályktað um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun, ekki síst meðal ungs fólks, og að stjórnvöld verði að bregðast við nýjum tegundum nikótínvara sem hafa komið inn á markaðinn síðustu árin. Í tilefni af Alþjóðlega tóbakslausa deginum eru landsmenn hvattir til að huga að því hvernig viðhalda má þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á síðustu áratugum og bregðast við aðsteðjandi vanda af hörku, til heilla fyrir landsmenn, og ekki síst ungu kynslóðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Síðan 1987 hafa aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, helgað 31. maí baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun á Alþjóðlega tóbakslausa deginum. Í ár er athyglinni einkum beint að því að ræktarlönd fyrir tóbaksplöntuna ætti frekar að nýta til matvælaframleiðslu og slagorðið er „Við þurfum mat, ekki tóbak“. Í tilefni dagsins er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir um notkun tóbaks. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það. Tóbak drepur yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Um sjö milljónir þessara dauðsfalla má rekja beint til tóbaksnotkunar en rúmlega milljón dauðsföll eru af völdum óbeinna reykinga fólks sem ekki reykir. Í því skyni að takast á við tóbaksfaraldurinn samþykktu aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar rammasamning um tóbaksvarnir árið 2003 og nú hafa 182 ríki undirritað samninginn. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er helsta orsök sjúkdómsins sem hægt er að koma í veg fyrir.Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur oft ályktað um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun, ekki síst meðal ungs fólks, og að stjórnvöld verði að bregðast við nýjum tegundum nikótínvara sem hafa komið inn á markaðinn síðustu árin. Í tilefni af Alþjóðlega tóbakslausa deginum eru landsmenn hvattir til að huga að því hvernig viðhalda má þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á síðustu áratugum og bregðast við aðsteðjandi vanda af hörku, til heilla fyrir landsmenn, og ekki síst ungu kynslóðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar