„Ógeðslega óþægilegt“ ástand eftir piparúða á LÚX Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. maí 2023 09:59 Lögregla mætti á staðinn en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Vísir/Vilhelm Uppi varð fótur og fit á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags þegar piparúða var spreyjað yfir hóp af fólki á skemmtistaðnum LÚX Nightclub í Austurstræti. Vitni lýsir ástandinu sem myndaðist sem ógeðslega óþægilegu. Þórey Kjartansdóttir var að skemmta sér á LÚX Nightclub um hálftvöleytið fyrrnefnda nótt þegar piparúða var spreyjað inni á staðnum. Hún segir sig og vinkonurnar allt í einu hafa fengið hóstakast og því ákveðið að fara á salernið. Á leiðinni þangað hafi þær litið yfir þvöguna og brugðið í brún. „Maður leit þarna yfir og það voru allir í hóstakasti,“ segir hún í samtali við Vísi. Í stiganum á leið upp segir Þórey þær hafa mætt starfsmanni sem greindi frá því að piparúða hafi verið beitt. Hún lýsir ástandinu sem „ógeðslega óþægilegu“. Hún segir mikinn rugling hafa ríkt meðal fólks yfir stanslausum hóstaköstum viðstaddra. Þórey segir flesta hafa rýmt staðinn en honum ekki verið lokað. Þá hafi dyraverðir haldið áfram að hleypa fólki inn. Í 30. grein vopnalaga nr. 16/1998 segir að öðrum en lögreglu sé óheimilt að framleiða, flytja til landsins eða eignast úðavopn. Þar heyri piparúði undir. Lögreglan í Reykjavík staðfestir við Vísi að hafa sent menn á vettvang vegna málsins en enginn hafi verið handtekinn. Málið sé í rannsókn. Ekki hefur náðst í Víking Heiðar Arnórsson, eiganda staðarins, vegna málsins Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51 Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25 Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þórey Kjartansdóttir var að skemmta sér á LÚX Nightclub um hálftvöleytið fyrrnefnda nótt þegar piparúða var spreyjað inni á staðnum. Hún segir sig og vinkonurnar allt í einu hafa fengið hóstakast og því ákveðið að fara á salernið. Á leiðinni þangað hafi þær litið yfir þvöguna og brugðið í brún. „Maður leit þarna yfir og það voru allir í hóstakasti,“ segir hún í samtali við Vísi. Í stiganum á leið upp segir Þórey þær hafa mætt starfsmanni sem greindi frá því að piparúða hafi verið beitt. Hún lýsir ástandinu sem „ógeðslega óþægilegu“. Hún segir mikinn rugling hafa ríkt meðal fólks yfir stanslausum hóstaköstum viðstaddra. Þórey segir flesta hafa rýmt staðinn en honum ekki verið lokað. Þá hafi dyraverðir haldið áfram að hleypa fólki inn. Í 30. grein vopnalaga nr. 16/1998 segir að öðrum en lögreglu sé óheimilt að framleiða, flytja til landsins eða eignast úðavopn. Þar heyri piparúði undir. Lögreglan í Reykjavík staðfestir við Vísi að hafa sent menn á vettvang vegna málsins en enginn hafi verið handtekinn. Málið sé í rannsókn. Ekki hefur náðst í Víking Heiðar Arnórsson, eiganda staðarins, vegna málsins
Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51 Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25 Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51
Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25
Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06