Samkvæmt dagbókarfærslu dagsins var vakt Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á milli 05 og 17 heldur róleg. Aðeins 33 mál voru skráð í skráningarkerfi lögreglunnar.
Þó var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum á sjötta tímanum. Árásarþoli hlaut minni háttar áverka og einn var handtekinn og látinn gista fangageymslu.
Þá var tilkynnt um sofandi mann í stigagangi í Breiðholti skömmu eftir klukkan 05 í morgun. Sá var vakinn og honum skutlað heim til sín.
Önnur verkefni lögreglu voru tengd umferðinni.