Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið Halla Þorvaldsdóttir skrifar 27. maí 2023 07:01 Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim. Í raun og veru er málið einfalt: Með rannsóknum sem taka stuttan tíma og eru almennt sársaukalitlar er með leghálsskimunum hægt að finna forstig leghálskrabbameina og þannig koma í veg fyrir meinin eða finna þau snemma. Með brjóstaskimunum er hægt að finna krabbamein á snemmstigum sem getur skipt sköpum varðandi batahorfur. En þrátt fyrir að málið virðist einfalt getur ýmislegt hindrað konur í að nýta boð í skimun. Staðreyndin er sú að tölur frá embætti landlæknis sýna að þátttaka kvenna í skimunum fer stöðugt minnkandi. Því þarf að snúa við. Við vitum að kostnaður við skimanir getur verið hindrun og vegna þess er afar mikilvægt að lækka komugjald í brjóstaskimunum til jafns við komugjald fyrir leghálsskimanir eða fella þau alveg niður. Við vitum líka að ótti við sársauka, fyrri reynsla, líkamsmynd og skortur á upplýsingum getur einnig hindrað þátttöku. Of lítið aðgengi að tímabókunum getur líka verið ástæða þess að konur mæta ekki. Og þættirnir eru eflaust fleiri. Í rannsókn Maskínu fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2019 var framtaksleysi algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun, tímaskortur kom þar næst og svo slæm reynsla af fyrri skoðun og erfiðleikar við að komast frá skóla eða vinnu. Líklega eiga allar þessar skýringar við enn í dag. Íslenskt samfélag verður einnig sífellt fjölbreyttara, sem gerir flóknara að koma skiljanlegum upplýsingum til allra og enn skortir á rafrænar lausnir varðandi tímabókanir. Til að ná hámarksárangri af skimunum þarf að kafa ofan í alla þætti og skapa aðstæður sem auðvelda öllum konum að nýta boð í skimun. Hagsmunirnir eru miklir, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Hvert krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á snemmstigum er sigur og þeim sigrum viljum við fjölga. Það getur gerst með samstilltu átaki þeirra sem býðst skimunin, heilbrigðisstarfsmanna sem geta skapað aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku kvenna og hvatt konur til að nýta boð í skimun, Krabbameinsfélagsins sem alltaf hvetur til þátttöku í skimunum og vina og kunningja sem halda mikilvæginu á lofti. En stjórnvöld þurfa líka að koma til. Tryggja fjármagn til að innleiða nauðsynlegar breytingar, hafa skýr markmið og grípa til aðgerða þegar þau nást ekki. Ójöfnuður vaxandi vandamál Ójöfnuður í heilsu er vaxandi vandamál í okkar samfélagi og rannsóknir sýna til dæmis að fólk með meiri menntun getur vænst þess að lifa lengur en fólk með minni menntun. Við þurfum að beita öllum ráðum til að vinna gegn ójöfnuði af þessu tagi. Góð þátttaka í skimunum er liður í því. Og talandi um ójöfnuð verður að nefna kynjamun. Enn er það þannig hér á landi að einungis konum býðst skimun fyrir krabbameinum. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem býðst öllum á ákveðnum aldri er í undirbúningi en hefur dregist allt of lengi. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins í krabbameinsáætlun fyrir Evrópu er að allir hafi aðgengi að skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi og sambandið hvetur til þess að löndin skoði fýsileika þess að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli, lungum og maga. Afar mikilvægt er að Ísland sofni ekki á verðinum hvað þessi mál varðar heldur sé meðal fremstu landa. Konur: Nýtum boð í skimun þegar þau berast. Heilbrigðisstarfsfólk: Spyrjum hvort konur nýti boð í skimun, hvetjum þær til þess og sköpum aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku. Vinir og fjölskylda: Spyrjum og hvetjum okkar konur til að nýta gott boð. Stjórnvöld: Tryggjum skiljanlegar upplýsingar fyrir alla, lækkum komugjöld, fylgjumst með, rýnum og grípum til aðgerða til að auka þátttöku. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna ýmsar upplýsingar um skimanir, kosti og galla. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim. Í raun og veru er málið einfalt: Með rannsóknum sem taka stuttan tíma og eru almennt sársaukalitlar er með leghálsskimunum hægt að finna forstig leghálskrabbameina og þannig koma í veg fyrir meinin eða finna þau snemma. Með brjóstaskimunum er hægt að finna krabbamein á snemmstigum sem getur skipt sköpum varðandi batahorfur. En þrátt fyrir að málið virðist einfalt getur ýmislegt hindrað konur í að nýta boð í skimun. Staðreyndin er sú að tölur frá embætti landlæknis sýna að þátttaka kvenna í skimunum fer stöðugt minnkandi. Því þarf að snúa við. Við vitum að kostnaður við skimanir getur verið hindrun og vegna þess er afar mikilvægt að lækka komugjald í brjóstaskimunum til jafns við komugjald fyrir leghálsskimanir eða fella þau alveg niður. Við vitum líka að ótti við sársauka, fyrri reynsla, líkamsmynd og skortur á upplýsingum getur einnig hindrað þátttöku. Of lítið aðgengi að tímabókunum getur líka verið ástæða þess að konur mæta ekki. Og þættirnir eru eflaust fleiri. Í rannsókn Maskínu fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2019 var framtaksleysi algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun, tímaskortur kom þar næst og svo slæm reynsla af fyrri skoðun og erfiðleikar við að komast frá skóla eða vinnu. Líklega eiga allar þessar skýringar við enn í dag. Íslenskt samfélag verður einnig sífellt fjölbreyttara, sem gerir flóknara að koma skiljanlegum upplýsingum til allra og enn skortir á rafrænar lausnir varðandi tímabókanir. Til að ná hámarksárangri af skimunum þarf að kafa ofan í alla þætti og skapa aðstæður sem auðvelda öllum konum að nýta boð í skimun. Hagsmunirnir eru miklir, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Hvert krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á snemmstigum er sigur og þeim sigrum viljum við fjölga. Það getur gerst með samstilltu átaki þeirra sem býðst skimunin, heilbrigðisstarfsmanna sem geta skapað aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku kvenna og hvatt konur til að nýta boð í skimun, Krabbameinsfélagsins sem alltaf hvetur til þátttöku í skimunum og vina og kunningja sem halda mikilvæginu á lofti. En stjórnvöld þurfa líka að koma til. Tryggja fjármagn til að innleiða nauðsynlegar breytingar, hafa skýr markmið og grípa til aðgerða þegar þau nást ekki. Ójöfnuður vaxandi vandamál Ójöfnuður í heilsu er vaxandi vandamál í okkar samfélagi og rannsóknir sýna til dæmis að fólk með meiri menntun getur vænst þess að lifa lengur en fólk með minni menntun. Við þurfum að beita öllum ráðum til að vinna gegn ójöfnuði af þessu tagi. Góð þátttaka í skimunum er liður í því. Og talandi um ójöfnuð verður að nefna kynjamun. Enn er það þannig hér á landi að einungis konum býðst skimun fyrir krabbameinum. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem býðst öllum á ákveðnum aldri er í undirbúningi en hefur dregist allt of lengi. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins í krabbameinsáætlun fyrir Evrópu er að allir hafi aðgengi að skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi og sambandið hvetur til þess að löndin skoði fýsileika þess að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli, lungum og maga. Afar mikilvægt er að Ísland sofni ekki á verðinum hvað þessi mál varðar heldur sé meðal fremstu landa. Konur: Nýtum boð í skimun þegar þau berast. Heilbrigðisstarfsfólk: Spyrjum hvort konur nýti boð í skimun, hvetjum þær til þess og sköpum aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku. Vinir og fjölskylda: Spyrjum og hvetjum okkar konur til að nýta gott boð. Stjórnvöld: Tryggjum skiljanlegar upplýsingar fyrir alla, lækkum komugjöld, fylgjumst með, rýnum og grípum til aðgerða til að auka þátttöku. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna ýmsar upplýsingar um skimanir, kosti og galla. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun